top of page

Núvitund og meðganga

Námskeiðið er átta vikna og byggist á Mindfulness based stress reduction (MBSR), eða á íslensku Núvitundarmiðuð aðferð til að minnka streitu. Fólk sem hefur átt við kvíða, þunglyndi, króníska verki eða streitu að stríða hefur sagt að mindfulness tækni aðstoði til við að takast á við daglegt líf.

 

Rannsóknir hafa sýnt fram á að mindfulness iðkun (á meðgöngu) auki gæði daglegs lífs, bjóði uppá meiri ró, samþykki, aukna meðvitund um það sem er til staðar og samkennd gagnvart sjálfum sér og öðrum.

 

Núvitund er tækni sem auðvelt er að læra og byggir á að þátttakandinn er leiddur áfram í huganum til að taka eftir hvað er í gangi núna. Það getur verið upplifun tengd líkamanum, tilfinningum eða hugsunum. Maður lærir að horfa á það sem er til staðar úr fjarlægð og með samkennd (compassion) gagnvart sjálfum sér.
 

Æfingarnar fara fram sitjandi, liggjandi og í formi hreyfinga.

 

Fyrir hverja?

Núvitund á meðgöngu er námskeið fyrir konur á öllum aldri, frum- og fjölbyrjur, sem hafa áhuga á að gefa sér tíma fyrir sjálfa sig, kynnast sjálfri sér (betur) og læra tækni til að takast á við allt sem daglegt líf hefur upp á að bjóða og undirbýr fyrir fæðinguna. Lokaður hópur, mest 10 konur.
 

Tími
Námskeiðið er átta vikur og hver tími tæpar 2 klst. Mæt er með heimavinnu á hverjum degi á meðan á námskeiðinu stendur.

Skráning

Frekari upplýsingar og skráningar berast til vala@hugskref.is

NÆSTA NÁMSKEIÐ

 

6. febrúar - þriðjudagar milli kl. 17:15 -18:45

Leiðbeinandi: Vala, ljósmóðir

bottom of page