top of page

Núvitundarnámskeið fyrir

fólk á aldrinum 16-20 ára

Núvitund fyrir unglinga byggist á núvitundarmiðaðri hugrænni atferlismeðferð sem hefur verið aðlagað að unglingum.  Árangurinn lofar góðu og bendir til þess að 8 vikna námskeið hafi jákvæð áhrif á líðan unglinga, sérstaklega á einkenni streitu, þunglyndis og kvíða en ekki síður á sjálfsmynd, heilbrigði og vellíðan.

 

Námsmarkmið

Markmið námskeiðs er að þjálfa færni í núvitund; beina með ásetningi sérstakri tegund athygli eða viðhorfs til núlíðandi stundar, til líkamlegra kennda, tilfinninga og hugsana sem þróar smám saman aukna samkennd og nýrra tengsla við andartakið. Þetta nýja viðmót kennir unglingum að bregðast á gagnlegan hátt við einkennum vanlíðunar, streitu eða kvíða.

 

Námsgögn

Þátttakendur fá aðgang að hugleiðsluæfingum og vinnubók sem styðja við þjálfunina.

 

Fyrir hverja

Unglinga á aldrinum 16-20 ára sem vilja kynnast sér og læra núvitund til að takast á við fjölbreytileika lífsins. Námskeiðið nýtist öllum, hvort sem unglingar vilja læra núvitund til að takast á við streitu, kvíða og þunglyndi eða til að læra núvitund fyrst og fremst af áhuga og forvitni!

 

Námskeiðið nýtist sérstaklega vel þeim unglingum sem þjáðst hafa af þunglyndi og/eða kvíða og langar að læra fyrirbyggjandi aðferðir fyrir frekari erfiðleika. Einnig er námskeiðið tilvalið fyrir þá unglinga sem hafa viðvarandi, þrálát og/eða væg einkenni kvíða, streitu og þunglyndis.

 

Tími

Námskeiðið er 8 vikna langt, 1,5 klst. í senn. Mælt er með að þátttakendur æfi sig heima, auki núvitund í daglegu lífi og geri hugleiðsluæfingar (tímalengd er eigið val hvers þátttakanda, allt frá hálfri mínútu upp í 30 mínútur).  

 

Annað í boði

Samhliða námskeið fyrir foreldra Þá verður af og til í boði námskeið fyrir foreldra, samhliða námskeiði fyrir unglingana, þar sem foreldrar fá þjálfun í núvitund og læra hvernig þeir geta stutt börn sín ásamt því að læra að nota aðferðir núvitundar í uppeldi.

Þetta hentar sérstaklega vel þeim aðstæðum þar sem foreldrar:

•    þjást einnig af sömu erfiðleikum

•    hafa lítinn skilning á erfiðleikum barna sinna

•    hafa fá úrræði til að bregðast við vanlíðan barna sinna

•    upplifa endurtekin og ógagnleg samskiptamynstur við börn sín

bottom of page