Anna Dóra

Frostadóttir

Anna Dóra lærði klíníska sálfræði við Háskóla Íslands og Macquarie University í Sydney, Ástralíu. Einnig lauk hún félagsráðgjafanámi við Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem sálfræðingur frá árinu 2006, fyrst sem sálfræðingur á geðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss til ársins 2007. Hún vann sem HAM meðferðaraðili á heilsugæslustöðvum í St. Albans í Bretlandi (IAPT) á árunum 2008-2011. Hún vann síðan sem sálfræðingur í Vettvangsgeðteymi Reykjavíkur á vegum Velferðarsviðs á árunum 2011-2018. Hún hefur jafnframt lokið mastersnámi í núvitund við Bangor háskólann í Bretlandi. Frá 2015 hefur hún rekið eigin sálfræðistofu á Núvitundarsetrinu þar sem helstu verkefni hennar er klínísk einstaklingsmeðferð og hópnámskeið, út frá nálgunum HAM, núvitundar, samkenndar, DAM og EMDR. Samhliða því hefur hún sinnt kennslu í núvitund á háskólastigi, handleiðslu fagfólks og nema í núvitund, tekið þátt í rannsóknarvinnu og haldið fjölda námskeiða í núvitund og samkennd fyrir klíníska hópa, fagaðila, almenning og starfsmenn fyrirtækja.

 

Netfang: annadora@nuvitundarsetrid.is

Bridget Ýr McEvoy (Bee) kemur frá Írlandi, en hefur búið á Íslandi síðastliðin þrjátíu ár. Hún lærði geðhjúkrun á Írlandi og hefur starfað sem geðhjúkrunarfræðingur í heimalandi sínu, á Akureyri og við Heilsustofnun í Hveragerði.
 Helstu verkefni hennar núna eru endurhæfing fólks með langvinna verki og viðtöl við dvalargesti HNLFÍ vegna hinna ýmsu lífsáfalla auk þess að kenna gjörhygli. Bee hlaut kennaraþjálfun í gjörhygli við Háskólanum í Bangor Wales árið 2005, og hefur kennt hana frá 2006. Hún hefur haldið fjölda námskeiða í gjörhygli, sérstaklega fyrir hópa verkjasjúklinga. 

 

Netfang: bee@nuvitundarsetrid.is

Bridget Ýr

McEvoy

Bryndís Jóna Jónsdóttir

Bryndís Jóna hefur lokið diplomanámi á masterstigi í jákvæðri sálfræði, MA námi í náms- og starfsráðgjöf með áherslu á fræðslu og starfsánægju og B.Ed prófi. Hún hefur starfað í leik-, grunn- og framhaldsskólum, lengst af í Flensborgarskólanum, fyrst sem námsráðgjafi og síðar sem mannauðsstjóri. Árið 2012 hófst innleiðing núvitundar í Flensborg og leiddi hún það starf ásamt því að halda fyrirlestra og námskeið um núvitund fyrir almenning, fyrirtæki og skóla. Bryndís Jóna kennir nú við HÍ ásamt því að vinna að þróun og rannsókn á innleiðingu á núvitund í leik- og grunnskóla. Hún hefur sótt kennaraþjálfun í núvitund við Bangor háskóla í Wales og frá Breathworks samtökunum sem sérhæfa sig í nálgun núvitundar fyrir fólk sem er að takast á við verki og streitu. Þá hefur hún lokið kennaraþjálfun frá Mindfulness in Schools Project (MiSP) bæði .b og .Paws sem er námsefni fyrir 7-18 ára auk þess að hafa lokið kennsluþjálfun hjá Youth Mindfulness og sótt fjölda námskeiða með áherslu á núvitund og samkennd.

 

Netfang: bryndisjona@nuvitundarsetrid.is

gsm: 696-1439

Edda M.

Guðmundsdóttir

Edda lærði sálfræði við Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan árið 2005. Starfsþjálfun hennar fór fram á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, þar sem hún gerði auk þess lokaverkefni sitt. Næstu sex ár bjó hún í Hollandi þar sem hún rak sitt eigið fyrirtæki, gaf börnum og unglingum jóga og veitti ráðgjöf til unglinga og foreldra þeirra varðandi kvíða, þunglyndi og streitu. Á árunum 2011-2014 bjó hún í Bretlandi og fór í 2ja ára framhaldsnám þar sem hún sérhæfði sig í núvitundarmiðuðum meðferðarúrræðum hjá Háskólanum í Exeter.  Þar stýrði hún núvitundar-miðaðri hugrænni hópmeðferð fyrir unglinga með geðraskanir, samhliða námskeiði fyrir foreldra ásamt því að stýra hópmeðferð fyrir fullorðna sem þjáðst hafa af þunglyndi. Þá starfaði hún einnig við aðlögun á núvitundarmiðaðri meðferð fyrir unglinga innan geðheilbrigðisþjónustunnar í Bretlandi. Eftir að hún flutti til landsins hefur hún starfað hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins en vinnur nú sem sálfræðingur hjá Krafti, stuðningsfélagi ungs fólks með krabbamein og aðstandendur þeirra. Þá situr Edda í stjórn Alúðar, félagi um vakandi athygli og núvitund og rekur síðan vorið 2015 sína eigin sálfræðistofu Hugskref.

 

Netfang: edda@nuvitundarsetrid.is

Eygló Sigmundsdóttir

Eygló lærði klíníska sálfræði við Háskóla Íslands og Háskólann í Árósum. Hún lauk einnig félagsráðgjafanámi frá Háskóla Íslands og vann á geðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss sem klínískur félagsráðgjafi frá 1997-2009. Eygló hefur einnig lokið praktísku námi í Hugrænni atferlismeðferð í Endurmenntun Háskóla Íslands. Hún vann sem sálfræðingur á geðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss á árinu 2009 og hefur síðan  starfað sem sálfræðingur í Osló í Noregi. Eygló lauk námi sem núvitundarkennari 2017 (MBSR/MBCT) frá The Institute for Mindfulness-Based Approaches (IMA) í samvinnu við NTNU í Noregi. Eygló hefur rekið eigin sálfræðistofu frá árinu 2009. Í dag er Eygló í hlutastarfi hjá HNLFÍ í Hveragerði ásamt að reka sálfræðistofu í Núvitundarsetrinu þar sem helstu verkefni hennar eru úrvinnsla tilfinningalegra erfiðleika, langtímaafleiðingar ofbeldis og áfalla, streita/lífskreppur, þunglyndi, kvíði, geðraskanir af ýmsu tagi og para-og hjónasamtöl.

 

Netfang: eyglo@nuvitundarsetrid.is

Guðbjörg Daníelsdóttir

Guðbjörg lærði sálfræði við Háskóla Íslands og Boston College í Bandaríkjunum.  Einnig lauk hún kennsluréttindanámi frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem sálfræðingur frá árinu 2003, fyrst hjá Geðhjálp en síðan á geðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss um nokkurra ára skeið.  Þar sinnti hún bæði einstaklingsmeðferð á göngudeild og á dagdeild Hvítabands auk þess að stýra námskeiðum og hópmeðferð þar sem unnið var bæði með hugræna atferlismeðferð og núvitund. Guðbjörg hefur sótt  kennaranámskeið í núvitund á vegum Oxford Mindfulness Centre í samvinnu við háskólann í  Oxford. Guðbjörg hefur víðtæka reynslu af meðferð geðrænna vandamála s.s. þunglyndis, kvíða og tilfinningalegra erfiðleika þar sem núvitund hefur orðið sívaxandi þáttur í meðferðarvinnunni.  Samhliða klínísku starfi hefur Guðbjörg sinnt kennslu í sálfræði í fjölmörg ár, bæði á framhaldsskóla- og háskólastigi. Guðbjörg rekur nú eigin sálfræðistofu á Klapparstíg 25-27 Reykjavík auk þess að halda námskeið í núvitund fyrir almenning.

 

Netfang: gudbjorg@nuvitundarsetrid.is

gsm: 848-7535

Herdís Finnbogadóttir

Herdís lærði sálfræði við Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan árið 2005. Hún vann sem skólasálfræðingur í Reykjanesbæ frá útskrift til ársins 2008. Frá þeim tíma hefur hún starfað sem sálfræðingur á geðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss þar sem hún stýrir meðferðarúrræði þar sem áhersla er lögð á núvitundarþjálfun. Síðastliðin ár hefur hún lagt áherslu á meðferð byggða á samkennd (Compassion Focused Therapy) undir handleiðslu Paul Gilberts prófessors við háskólann í Derby. Herdís hefur sótt  kennaranámskeið í núvitund á vegum Oxford Mindfulness Centre í samvinnu við háskólann í  Oxford. Herdís starfaði áður sem líffræðingur í Blóðbankanum til 15 ára, er lærður jógakennari og kenndi bæði leikfimi og jóga til nokkurra ára. Hefur auk þess stundað kennslu á háskólastigi og rekur eigin sálfræðistofu, Sálfræðistofan sf. á Klapparstíg 25-27,  samhliða starfi sínu á geðsviði Landspítalans. 

 

Netfang: herdis@nuvitundarsetrid.is

Margrét Arnljótsdóttir

Margrét Arnljótsdóttir útskrifaðist sem sálfræðingur árið 1980 eftir nám við Háskólann á Íslandi og við University of Manchester á Englandi. Frá útskrift hefur hún starfað sem sálfræðingur fyrst með börnum og fjölskyldum innan skóla- heilbrigðis- og félagsmálakerfisins en síðustu 20 ár hefur hún sinnt klíniskri vinnu með fullorðnum, þar sem helstu verkefnin eru meðferð þunglyndis og kvíða, langtímaafleiðingar ofbeldis eða áfalla, streita og lífskreppur auk gjörhygli eða núvitund. Margrét hefur rekið sálfræðistofu frá árinu 1993 samhliða öðrum störfum. Í dag er hún í hlutastarfi hjá HNLFÍ í Hveragerði og sálfræðistofa hennar er í Núvitundarsetri. Allt frá útskrift hefur Margrét sinnt stöðugri endurmenntun, m.a nam hún hugræna atferlismeðferð í Newcastle á Englsndi árið 1992-3 og lauk síðar handleiðslunámi á Íslandi. Í rúman áratug hefur endurmenntun hennar aðallega beinst að núvitund og samkennd. Margrét hefur lokið kennararéttindum í núvitund frá Háskólanum í Bangor og frá Oxford (MBCT og MBSR) og hún hefur lagt áherslu á meðferð byggða á samkennd eða Compassion Focused Therapy (CFT) undir handleiðslu próffessors Paul Gilbert. Á síðustu tíu árum hefur Margrét haldið fjölmörg námskeið bæði í samkennd og núvitund.

Netfang: margreta@nuvitundarsetrid.is

Margrét Bárðardóttir

Margrét nam sálfræði við Freie Universität, Berlín, Þýskalandi og útskrifaðist 1981. Hún bjó í Berlín við nám og störf í 15 ár en hefur starfað á ýmsum deildum geðsviðs LSH frá 1987,  m.a. móttökudeildum og  á krabbameinsdeildum spítalans. Margrét stundaði  nám í hugrænni atferlismeðferð í Oxford 2002–2003 og hóf jafnframt þjálfun í núvitund sem er nú hluti af hennar  daglega starfi í meira en áratug. Margrét hefur sótt  kennaranámskeið í núvitund bæði við Oxford Cognitive Therapy Centre í samvinnu við háskólann í  Oxford og við háskólann í Bangor, Wales. Síðustu árin hefur hún lagt aukna áherslu á ,,Meðferð byggð á samkennd“ (Compassion Focused Therapy) undir handleiðslu Paul Gilberts prófessors við háskólann í Derby. Margrét hefur haldið fjölmörg námskeið í núvitund fyrir almenning,  ýmsa sjúklingahópa og á stofnunum. Margrét hefur langa reynslu af störfum með margbreytileg tilfinningaleg og geðræn vandamál og verið í stöðugri endurmenntun á því sviði. Hún starfar nú  á Dagdeild Hvítabandsins á LSH ásamt því að reka eigin stofu, Sálfræðistofan sf á Klapparstíg 25-27. Auk þess hefur hún stundað kennslu á háskólastigi og sinnt handleiðslu starfsfólks og stjórnenda í fyrirtækjum og stofnunum.

 

Netfang: margretb@nuvitundarsetrid.is

gsm: 863-0666

Pálína

Ásgeirsdóttir

Pálína Erna Ásgeirsdóttir lauk meistaraprófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2012.  Árið 2014, 2013 og 2011 fór hún til Bandaríkjanna á kennaraþjálfunarnámskeið fyrir fagfólk í heilbrigðisgeiranum í MBSR (Mindfulness Based Stress Reduction) “Teacher Intensive Development”, “Mindfulness Based Stress Reduction in Mind Body Medicine” og “Practicum in Mindfulness“. Námskeiðin voru haldin í OMEGA, New York fylki  og í miðstöð Jon Kabat-Zinn og félaga í University of Massachusets Medical School og kennd af Jon Kabat-Zinn og félögum.  Auk þess hefur hún lokið praktísku námi í Hugrænni atferlismeðferð í Endurmenntun Háskóla Íslands, ásamt fleiri styttri námskeiðum. Pálína hefur starfað á geðsviði LSH síðan vorið 2008, fyrst sem ráðgjafi/stuðningsfulltrúi á móttöku fíknimeðferðar en í dag sem sálfræðingur á Teigi.  Starf hennar er aðallega fólgið í einstaklingsviðtölum við skjólstæðinga með tvígreiningar og hópmeðferð, HAM; Hugræn atferlismeðferð en einnig fræðslur.  Þar að auki starfar hún sjálfstætt á sálfræðisstofu sinni að Suðurlandsbraut 32. Meginverkefni hennar þar eru að vinna með krísur í einkalífi eða starfi; streitu, kvíða og þunglyndi en einnig samskiptavanda.  

 

Netfang: palina@nuvitundarsetrid.is

gsm: 862-3661

Sigurlaug María Jónsdóttir

Sigurlaug María Jónsdóttir lærði sálfræði við Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan með Cand.psych. gráðu árið 2005. Hún hefur starfað sem sálfræðingur á geðsviði Landspítalans frá árinu 2006 og sinnt þar margvíslegum verkefnum, svo sem greiningarvinnu, einstaklings- og hópmeðferðum á göngu- og dagdeild, fjölskyldumálum, handleiðslu fagfólks og nema, fræðslu, ráðgjöf og teymisstjórnun.  Sigurlaug hefur lengst af starfað í átröskunarteymi Landspítalans og sérhæft sig í meðferð átraskana og fylgikvillum þeirra. Hún hefur einnig víðtæka reynslu af meðferð annarra geðrænna vandamála, s.s. kvíða, þunglyndis, líkamsskynjunarvanda og persónuleikaröskunar þar sem hún notast við aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar og núvitundar. Hún hefur auk þess sinnt stundakennslu á háskólastigi.

Sigurlaug hefur sótt margvísleg námskeið og vinnustofur, þ.á.m.  leiðbeinendanámskeið í núvitund á vegum Oxford Mindfulness Centre og námskeið um meðferð byggða á samkennd (Compassion Focused Therapy) hjá Paul Gilbert. Sigurlaug hlaut sérfræðiviðurkenningu í klínískri sálfræði árið 2016.

Netfang: sigurlaug@nuvitundarsetrid.is