top of page
stofa.jpg
Bryndis.jpg

Sérfræði- og áhugasvið 

Bryndís Jóna er núvitundarkennari, náms- og starfsráðgjafi og aðjúnkt á Menntavísindasviði HÍ. Sérfræðiþekking hennar snýr að hagnýtu gildi núvitundar og jákvæðrar sálfræði, ekki síst í skólastarfi. Hún hefur sérhæft sig í núvitund fyrir alla aldurshópa, jafnt börn og ungmenni sem og fullorðna. Hennar áhugi og sérþekking liggur á sviði heilsueflingar og velfarnaðar í víðu samhengi. 

 

Menntun 

Bryndís Jóna lauk B-Ed prófi frá Háskóla Íslands 1998, MA námi í náms- og starfsráðgjöf 2009 og MA diplómu í jákvæðri sálfræði 2015. Hún stundar nú doktorsnámi við Menntavísindasvið HÍ en doktorsrannsókn hennar snýr að velfarnaður í skólastarfi. Bryndís Jóna hefur lokið margvíslegri kennsluþjálfun á sviði núvitundar og samkenndar bæði hérlendis og erlendis. Hún hefur sótt kennsluþjálfun í núvitund hjá Mindfulness Network í Bretlandi, Bangor háskóla, Oxford Mindfulness Center og Breathworks. Þá hefur hún lokið sérhæfðri kennsluþjálfun í núvitundarmiðaðri samkenndar í eigin garð frá Center For Mindful Self-compassion. Bryndís Jóna hefur leyfi til að þjálfa kennara til að kenna The Present og Youth Mindfulness, sem hvort tveggja er breskt námsefni í núvitund og velfarnaði ætlað börnum. Þá hefur hún lokið kennsluþjálfun í .B og pows b sem einnig er námsefni í núvitund fyrir börn og unglinga. 

 

Starfsreynsla 

Bryndís Jóna hefur víðtæka kennslu- og stjórnunarreynslu auk þess að hafa starfað sem núvitundarkennari frá árinu 2013. Hún hefur starfað á öllum skólastigum, fyrst sem leiðbeinandi á leikskóla og síðar sem grunnskólakennari og við náms- og starfsráðgjöf, kennslu, verkefna- og mannauðsstjórnun í framhaldsskóla. Frá árinu 2018 hefur hún starfað á Menntavísindasviði HÍ auk þess að sinna þróunar- og rannsóknarvinnu á sviði núvitundar og velfarnaðar í leik- og grunnskólum. Samhliða því hefur hún haldið fjölda námskeiða, fyrirlestra og vinnustofa í núvitund og samkennd fyrir fagaðila, almenning og starfsmenn fyrirtækja og stofnanna. 

 

bryndisjona@nuvitundarsetrid.is 

Bryndís Jóna Jónsdóttir

bottom of page