

ÞJÓNUSTA
Núvitundarsetrið býður upp á gagnreynd námskeið og þjálfun í núvitund fyrir fólk á öllum aldri, fyrir þá sem vilja auka lífsgæði sín, eflast í starfi og fyrir þá sem eru að takast á við andleg eða líkamleg veikindi.
Núvitundarnámskeið
Hefðbundin núvitundarnámskeið eru að öllu jöfnu 8 vikna löng, þar sem hver tími er allt frá því að vera 1 klst. langur til 2 ½ klst. Nánari upplýsingar um fyrir hverja námskeiðin henta má finna hér.
Fyrirlestrar og fræðsla
Við sinnum fyrirlestrum um núvitund, samkennd og tengd efni í mjög víðu samhengi. Fyrir alla aldurshópa, fyrir þá sem vilja auka lífsgæði sín, eflast í starfi og fyrir þá sem eru að takast á við andleg eða líkamleg veikindi. Við bjóðum upp á námskeið, fyrirlestra og kynningar fyrir hvers kyns fyrirtæki, stofnanir og skóla.
Einstaklingsviðtöl
Á Núvitundarsetrinu starfa klínískir sálfræðingar sem hafa sérhæft sig í þunglyndi, kvíða, streitu, áföllum, persónuleikaröskunum, alvarlegum geðröskunum, krónískum verkjum, langvarandi veikindum og alls kyns lífskreppum. Nánari upplýsingar um starfandi sálfræðinga á Núvitundarsetrinu má finna hér.

Kennsluþjálfun í núvitund fyrir fagaðila
Í byrjun árs 2019 bjóðum við fagaðilum upp á kennsluþjálfun í núvitund í samstarfi við Bangor háskólann. Frekari upplýsingar um þjálfunina má finna hér.
Einnig býðst fagaðilum í núvitund handleiðsla eftir þörfum.
Fyrirtæki
Núvitundarsetrið býður upp á námskeið inn í fyrirtæki, bæði fyrir starfsmannahópa og stjórnendur. Síðastliðin ár hafa fyrirtæki í auknum mæli óskað eftir núvitundarþjálfun fyrir starfsmenn sína. Ástæðurnar fyrir því eru einfaldlega þær að niðurstöður rannsókna hafa sýnt fram á að núvitundarþjálfun skilar sér í eftirfarandi:
-
Aukin almenn starfsánægja
-
Bætt líðan starfsmanna og betri starfsemi
-
Bætt samskipti milli starfsmanna og viðskiptavinar
-
Hugræn færni eykst - einbeiting, minni, námsfærni og sköpun
-
Aukin tilfinningagreind og þrautseigja
-
Aukin framleiðni
-
Minni kostnaður vegna mannabreytinga
-
Minni kostnaður vegna heilsutrygginga
-
Minni kostnaður vegna fjarveru v/veikinda
-
Sýnileg og áþreifanleg ábyrgð sem vinnustaður sýnir - vilji til að hlúa að starfsmönnum
Við höfum viðamikla reynslu í að veita starfólki fyrirtækja námskeið og þjálfun í núvitund og/eða samkennd. Þau námskeið sem hafa notið vaxandi vinsælda í fyrirtækjum erlendis og hafa reynst árangursrík eru námskeiðin Núvitund: Hagnýt leiðsögn til að finna frið í hamstola heimi og Núvitund: leitaðu inn á við. Jafnframt er hægt að óska eftir sérsniðnum námskeiðum og/eða fræðslu til að mæta óskum og þörfum fyrirtækja og stofnanna.
Hér á landi hafa starfsfólk Núvitundarsetursins haldið námskeið í núvitund og/eða samkennd í fyrirtækjum/stofnunum eins og hjá Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur, Nýherja, Landsbanka Íslands, Velferðarsviði Reykjavíkurborgar og Reykjanesbæjar, Háskóla Íslands, Endurmenntunar HÍ, starfsmönnum framhalds-,grunn-og leikskóla á landsvísu, Plain Vanilla, Kvennaathvarfinu o.fl.
Stuðningur við núvitundarþjálfun
Við bjóðum upp á einstaklingsviðtöl til að aðstoða fólk við að viðhalda þjálfun sinni. Einnig bjóðum við upp á opnar hugleiðslustundir öll fimmtudagskvöld milli kl. 19:30-20:30 og þögla hugleiðsludaga til að dýpka núvitundariðkunina.