top of page
shutterstock_1466298461.jpg

Vinnustaðir
og fræðsla

Núvitundarsetrið býður upp á námskeið, fyrirlestra og kynningar fyrir hvers kyns fyrirtæki, stofnanir og skóla um núvitund, samkennd og tengd efni í mjög víðu samhengi. Auðvelt er að aðlaga nálgunina fyrir ólíka markhópa og hentar fræðslan fyrir alla þá sem vilja auka lífsgæði sín, eflast í starfi sem og fyrir þá sem eru að takast á við lífsins áskoranir svo sem andleg og líkamleg veikindi.

Við höfum viðamikla reynslu í að veita starfsfólki fyrirtækja námskeið og þjálfun í núvitund og/eða samkennd. Síðastliðin ár hafa fyrirtæki í auknum mæli óskað eftir núvitundarþjálfun fyrir starfsmenn sína. Ástæðurnar fyrir því eru einfaldlega þær að niðurstöður rannsókna hafa sýnt fram á að núvitundarþjálfun skilar sér t.d. í aukinni starfsánægju, bættum samskiptum, minni fjarveru og aukinni hugrænni færni s.s. einbeitingu, minni og skapandi hugsun.

bottom of page