top of page
stofa.jpg

Þöglir hugleiðsludagar

Reglulega er boðið uppá þögla hugleiðsludaga til að styðja fólk í að dýpka og viðhalda núvitundar- og samkenndariðkun sína. Þetta getur verið góð vítamínssprauta og hvatning fyrir fólk til að styðja það áfram á þessari vegferð. Þetta er í raun einstakt tækifæri á að vera í þögn með sjálfum sér, hlusta á sig og vera til staðar eins og hver og einn þarfnast.

Dagurinn felur í sér að fólk komi í þögn með eigin jógadýnu, teppi og kodda. Fólk kemur sér síðan vel fyrir og leiðbeinendur leiða það í gegnum hverja æfinguna á fætur annarri, lesa sögur og ljóð og fólki gefst tækifæri á að fara út að ganga og borða með núvitund - með spurninguna "hvers þarfnast ég?" að leiðarljósi. í lok dagsins er þögnin rofin í rólegheitum.

Fólk er beiðið um að koma með eigið nasl sem því langar til að borða með núvitund og eigin drykk. Það er ísskápur á staðnum sem hægt er að geyma matinn í og borðbúnaður á staðnum. Einnig er mælt með að koma með útiföt sem henta veðrinu þann daginn.

Skráning og/eða fyrirspurnir

Það tókst! Skilaboðin hafa verið send

NÆSTU DAGSETNINGAR

5. febrúar milli kl. 15.30-18.30

13. apríl milli kl. 9.30-13.30

4. júní milli kl. 9.30-13.30

© 2015 Núvitundarsetrið

Borgartún 20, 3. hæð, 105 Reykjavík

  • Facebook - White Circle
  • Instagram
  • Spotify
bottom of page