top of page
stofa.jpg
Helma.jpg

Sérfræði- og áhugasvið 

Helma Bergmann er sálfræðingur, sérfræðingur í klínískri sálfræði og núvitundarleiðbeinandi.  

Hún sinnir greiningu og almennri sálfræðimeðferð fyrir fullorðna. Sérsvið hennar eru kvíði, þunglyndi, streita, áföll, átröskun (átkastaröskun) og offita. Hún nýtir helst aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar (HAM), EMDR áfallameðferðar, samkenndarnálgunar (compassion focused therapy) og núvitundar í sinni vinnu. 

 

Menntun 

Helma lauk BA prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands 1992, cand. psych. gráðu frá sama skóla 2003 og hlaut sérfræðiviðurkenningu í klínískri sálfræði 2018. Einnig er hún með mastersgráðu í heilsusálfræði frá Northern Arizona University og lauk sérnámi í hugrænni atferlismeðferð frá EHÍ 2008. Hún hefur lokið grunnþjálfun í EMDR áfallameðferð og er að vinna að EMDRIA/EMDR-Europe viðurkenningu og er í kennsluþjálfun í Núvitund á vegum Núvitundarsetursins og Bangor háskóla. Hún hefur sótt margvísleg námskeið, ráðstefnur og vinnustofur á ýmsum sviðum sálfræðinnar, m.a. kennaranámskeið í Núvitaðri samkennd í eigin gerð frá Center for Mindful Self-compassion og er menntaður jógakennari. 

 

Starfsreynsla 

Helma hefur starfað sem sálfræðingur síðan 2003. Fyrstu árin sem sálfræðingur á Landspítala háskólasjúkrahúsi og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og frá 2006 á Reykjalundi, á efnaskipta- og offitusviði þar sem hún starfar enn í hlutastarfi. Á Reykjalundi hefur hún sinnt greiningarvinnu, einstaklings- og hópmeðferð, fræðslu, námskeiðahaldi, handleiðslu nema og rannsóknarvinnu. Samhliða klínísku starfi hefur hún sinnt fræðslu og námskeiðahaldi fyrir almenning í mörg ár tengt bættum heilsu- og matarvenjum. Einnig hefur hún sinnt kennslu í sálfræði á framhaldsskólastigi. Frá 2016 hefur hún rekið eigin sálfræðistofu og er nú með aðstöðu hjá Núvitundarsetrinu. 

 

helma@nuvitundarsetrid.is 

Helma Bergmann
Einarsdóttir

bottom of page