top of page
stofa.jpg
Herdís.jpg

Sérfræði- og áhugasvið 

Herdís er klínískur sálfræðingur og núvitundarleiðbeinandi. Hún sinnir greiningu og almennri sálfræðimeðferð fullorðinna á stofu og leiðir hópnámskeið. Sérsvið hennar eru þunglyndi, kvíði og streita. Hún vinnur jafnframt með áföll og annan tilfinningavanda daglegs lífs. Hún sérsníðir meðferðarvinnu að einstaklingum og beitir einna helst aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar (HAM), díalektískrar atferlismeðferðar (DAM), hugrænni úrvinnslumeðferð (HÚM) við áföllum og núvitundar og samkenndarnálgun í meðferðarvinnu.  

 

Menntun  

Herdís lauk BA prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2003, Cand. psych. gráðu frá sama skóla 2005. Hún hefur sótt ráðstefnur og margvísleg námskeið og vinnustofur, þ.á.m. sérhæfð HAM námskeið, sérhæfð DAM námskeið, kennsluþjálfun fyrir fagaðila í núvitund á vegum Oxford Mindfulness Centre og Bangor háskóla, leiðbeinendanámskeið í samkenndarmiðaðari hugrænni meðferð, vinnustofur um meðferð byggða á samkennd (Compassion Focused Therapy, Paul Gilbert). Þá hefur hún lokið sérhæfðri kennsluþjálfun í núvitundarmiðaðri samkenndar í eigin garð frá Center For Mindful Self-compassion. 

 

Starfsreynsla 

Herdís hefur unnið sem sálfræðingur á stofu síðan 2009 og verið núvitundarleiðbeinandi hjá Núvitundarsetrinu frá 2012. Hún er nú með stofu hjá Sálfræðistofunni sf. Klapparstíg 25-27. Herdís hóf starfsferil sinn sem skólasálfræðingur í Reykjanesbæ (2005-2008). Frá þeim tíma starfaði hún í yfir áratug (2008-19) á geðsviði Landspítalans þar sem hún sinnti margvíslegum verkefnum, svo sem greiningarvinnu, einstaklings- og hópmeðferðum á göngu- og dagdeild, fjölskyldumálum, handleiðslu fagfólks og nema, fræðslu, ráðgjöf og teymisstjórnun. Hún hefur jafnframt sinnt stundakennslu á háskólastigi. 

 

herdis@nuvitundarsetrid.is 

Herdís Finnbogadóttir

bottom of page