top of page

Núvitund fyrir börn og unglinga

byggt á .b námskeiðinu

Námskeiðið er níu vikna núvitundar-námskeið sem byggist á Mindfulness-Based Cognitive Therapy (MBCT) .b stendur fyrir Stop, Breathe and Be!  eða Stoppaðu, andaðu og vertu til staðar. Námsefnið hefur verið metið af háskólunum Cambridge og Oxford Brookes og fengið góða umsögn.

 

Núvitund felur í sér þjálfun í að beina athygli að upplifun okkar eins og hún er hverju sinni, með opnum huga og samþykki, án þess að dæma. Í stað þess að hafa áhyggjur af fortíð eða framtíð þjálfar núvitund okkur í að bregðast við því sem er að gerast núna af yfirvegun, hvort sem það er gott eða slæmt

Áhersla er lögð á sjónræna þáttinn, notast við kvikmyndabúta og æfingar til að vekja áhuga á núvitund, án þess að sérþekking og réttmæti núvitundar minnki.

Rannsóknir hafa sýnt að þjálfun í núvitund hefur m.a. áhrif á uppbyggingu og starfsemi heilans, bætir athygli og frammistöðu í námi, eykur félagsfærni og sjálfstraust, minnkar kvíða og betri líðan.

 

Námsmarkmið

Að þátttakendur læri að nýta sér aðferðir núvitundar til að öðlast aukna hamingju og innri ró, bæta samskipti, ná betri einbeitingu og árangri í námi, íþróttum eða tónlist, læri aðferðir til að takast á við streitu og kvíða.  

 

Kennsluform

Hver tími er byggður upp á fræðslu, umræðu og reynslunámi (experiential learning) þar sem áhersla er lögð á að þátttakendur upplifi efnið á eigin skinni með hugleiðsluæfingum og annarri hugarþjálfun.

 

Kennslugögn

Með námskeiðinu fylgir verkefnabók og hljóðfælar með æfingum.

 

Fyrir hverja

Námskeiðið er sérstaklega byggt upp fyrir börn og unglinga en getur einnig nýst fullorðnum.

 

Tími

Námskeiðið er níu vikna langt og hver tími ein klst. að lengd. Mælt er með heimavinnu á hverjum degi á meðan á námskeiðinu stendur.

 

.b

NÆSTA NÁMSKEIÐ

 

Óákveðið

bottom of page