top of page

Lífskraftur - aukin vellíðan og gleði

Um er að ræða 8 vikna námskeið sem byggir á námsefninu "Awakening Joy" sem var þróað af James Baraz. Námskeiðið er alþjóðlega viðurkennt og hefur verið þýtt á fjölda tungumála. Það byggir á gagnreyndum aðferðum til að auka vellíðan, seiglu, þakklæti og gleði. Hugmyndin á bakvið það er að víkka athyglina umfram neikvæða skekkju hugans og taka eftir því sem er gott í lífinu, sem hægt er að vera þakklát fyrir og kunna að meta. Jafnframt að koma auga á lærdóminn, styrkinn og þroskann sem við öðlumst við að takast á við og yfirstíga erfiðleika. Þannig stuðla að aukinni visku, æðruleysi og færni til að sjá sjálfan sig, aðra og lífið í stærra samhengi. Tengjast því sem skiptir raunverulega máli og gefur lífinu tilgang. Farið er í gegnum fjölbreyttar æfingar til að koma gleði og þakklæti í vana og dýpka skilning okkar á vellíðan og lífshamingju.

Það á erindi til allra sem hafa öðlast grunnþjálfun í að takast á við erfiðleika og vill skoða leiðir til að þroskast og eflast sem manneskja og taka næstu skref af aukinni seiglu, gleði og yfirsýn.  

SJÁ ÍTARLEGRA NÁMSKEIÐSYFIRLIT 

Tími

Námskeiðið er 8 vikna langt. Hver tími er 1 og 1/2  klst. að lengd og mælt er með 20-40 mínútna heimavinnu á hverjum degi á meðan á námskeiðinu stendur.

Staðsetning

Námskeiðið er haldið á Núvitundarsetrinu, Borgartúni 20, 3. hæð

Verð

75.000 kr.

AJ.jpg

NÆSTA NÁMSKEIÐ

28. nóv., í 8 skipti á fimmtud. milli kl. 13.00-14.30

Leiðbeinandi: Anna Dóra

Skráning og/eða fyrirspurnir

Það tókst! Skilaboðin hafa verið send

bottom of page