top of page
stofa.jpg

Sérfræði- og áhugasvið 

Edda Margrét er sálfræðingur, núvitundarleiðbeinandi og handleiðari í núvitundarmiðaðri meðferð. Sérsvið hennar eru núvitundarmiðuð meðferð við þunglyndi og kvíða og handleiðsla á því sviði ásamt núvitundarmiðaðri hópmeðferð. Edda Margrét er auk þess jógakennari og kenndi börnum og unglingum jóga um árabil þegar hún bjó í Hollandi en býður nú upp á jógatíma fyrir fullorðna. 

 

Menntun 

Edda Margrét lauk BA prófi í sálfræði frá Háskóla íslands árið 2002, Cand. psych. gráðu frá sama skóla 2005 og námi frá Háskólanum í Exeter, Bretlandi í núvitundarmiðaðri meðferð árið 2014 (2012-2014). Hún hefur sótt ráðstefnur og margvísleg námskeið og vinnustofur, þ.á.m. sérhæfð Mindfulness námskeið fyrir handleiðslu, mat á handleiðslu og núvitund fyrir börn og unglinga. 

 

Starfsreynsla 

Edda Margrét hefur unnið sem sálfræðingur hjá Núvitundarsetrinu síðan 2015,  verið þar núvitundarleiðbeinandi og handleiðari í núvitundarmiðaðri meðferð hjá Mindfulness Network í UK síðan 2018. Á meðan náminu stóð í Bretlandi starfaði hún hjá Barna- og unglingageðheilbrigðisþjónustu í Exeter (CAMHS) og hjá rannsóknarsetri Háskólans í Exeter (IAPT-service og NHS) og vann meðal annars að því að aðlaga núvitundarmiðaða meðferð að unglingum með kvíða og þunglyndi. Hérlendis hefur hún starfað sem sálfræðingur hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins þar sem hún gerði einnig rannsókn á núvitunarmiðaðri meðferð fyrir unglinga með kvíða og depurð. Þá hefur hún starfað hjá Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum þeirra og haldið námskeið fyrir Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins um árabil fyrir ungt fólk sem misst hefur nákominn. Hún hefur haldið fjölda fyrirlestra, vinnustofur og námskeið um núvitund. 

 

edda@nuvitundarsetrid.is

Edda M. Guðmundsdóttir

bottom of page