top of page
stofa.jpg
Eyglo.jpg

Sérfræði- og áhugasvið  

Eygló er sálfræðingur (sérfræðingur í klínískri sálfræði), félagsráðgjafi og núvitundarleiðbeinandi. Hún sinnir greiningu og almennri sálfræðimeðferð fullorðinna á stofu og leiðir hópnámskeið. Sérsvið hennar eru þunglyndi, kvíði, streita, úrvinnsla áfalla og annar tilfinningalegur vandi daglegs lífs. Hún sérsníðir meðferðarvinnu að einstaklingum og beitir einna helst aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar (HAM), EMDR áfallameðferð, Compassion Focused Therapy (CFT) og núvitundar og samkenndarnálgun.  

 

Menntun  

Eygló lauk BA prófi í sálfræði og félagsráðgjöf ásamt starfsréttindanámi í félagsráðgjöf frá Háskóla íslands árið 1997. Cand. psych. gráðu frá Háskólanum í Árósum 2009 og hlaut sérfræðiviðurkenningu í sálfræði í Noregi árið 2019. Hún hefur sótt ráðstefnur og margvísleg námskeið og vinnustofur, þ.á.m. sérhæfð HAM, EMDR og núvitundar- og samkenndarnámskeið. Kennsluþjálfun í núvitund frá Noregi og Oxford Mindfulness Centre og Bangor háskóla, kennsluþjálfun frá Mindfulness Network í UK og hefur lokið grunnþjálfun í EMDR meðferð og er að vinna að viðurkenningu af EMDRIA og/eða EMDR-Europe (certification/accreditation).  

 

Starfsreynsla  

Eygló starfaði í yfir áratug (1997-2009) á geðsviði Landspítala sem félagsráðgjafi, bæði á göngudeild, dagdeild og á bráðamóttöku. Hún starfaði sem sálfræðingur á geðsviði Landspítala á árinu 2009, í Noregi 2010-2017 og á Heilsustofnun NLFÍ 2017-2019. Eygló hefur verið sjálfstætt starfandi sálfræðingur með stofu á Núvitundarsetrinu frá 2017. Helstu verkefni hennar eru klínísk einstaklingsmeðferð og hópnámskeið. Í starfi sínu hefur hún sinnti margvíslegum verkefnum, svo sem greiningarvinnu, einstaklings- og hópmeðferðum á göngu- og dagdeild, fjölskyldumálum, handleiðslu nema, fræðslu, ráðgjöf og teymisvinnu. Hún hefur jafnframt sinnt stundakennslu á háskólastigi. 

 

eyglo@nuvitundarsetrid.is 

Eygló Sigmundsdóttir

bottom of page