top of page
stofa.jpg
Guðbjorg.jpg

Sérfræði- og áhugasvið: 

Guðbjörg er sálfræðingur, núvitundarleiðbeinandi og kennari. 

Guðbjörg hefur víðtæka reynslu af meðferð geðrænna vandamála fullorðinna s.s. þunglyndis, kvíða og tilfinningalegra erfiðleika.  Í meðferðarvinnu beitir Guðbjörg helst aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar (HAM), díalektískrar atferlismeðferðar (DAM) auk þess að nýta aðferðir núvitundar og samkenndar í eigin garð. 

 

Menntun: 

Guðbjörg lauk BA námi í sálfræði frá Háskóla Íslands, 1991, MA námi frá Boston College í Bandaríkjunum 1993 og Cand Psych námi í klínískri sálfræði frá H.Í. 2003.  

Einnig lauk hún kennsluréttindanámi frá Háskóla Íslands 1997. Guðbjörg hefur sótt ýmis kennara– og þjálfunarnámskeið í núvitundarmiðaðri hugrænni meðferð (MBCT) á vegum Oxford Mindfulness Centre og Bangor háskóla í Bretlandi. Einnig hefur hún sótt kennaranámskeið í Núvitaðri samkennd í eigin garð (Mindful Self-Compassion). 

 

Starfsreynsla: 

Guðbjörg hefur starfað sem sálfræðingur frá árinu 2003, fyrst hjá Geðhjálp en síðan á geðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss um nokkurra ára skeið.  Þar sinnti hún bæði einstaklingsmeðferð á göngudeild og á dagdeild Hvítabands auk þess að stýra námskeiðum og hópmeðferð þar sem unnið var bæði með hugræna atferlismeðferð (HAM), núvitund og díalektíska atferlismeðferð (DAM). Samhliða klínísku starfi hefur Guðbjörg sinnt kennslu í sálfræði í fjölmörg ár, bæði á framhaldsskóla- og háskólastigi.  Guðbjörg er nú sjálfstætt starfandi sálfræðingur hjá Núvitundarsetrinu auk þess að halda námskeið í núvitund og samkennd í eigin garð fyrir almenning. Einnig hefur Guðbjörg frá árinu 2006 verið starfandi sem stundakennari í sálfræði við Listaháskóla Íslands. 

  

gudbjorg@nuvitundarsetrid.is

Guðbjörg Daníelsdóttir

bottom of page