top of page
stofa.jpg

Sérfræði -og áhugssvið 

Margrét er sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði. Sérhæfing hennar er  í vinnu með þunglyndi, kvíða og streitu svo og  flókin tengsla-og persónuleikavandamál.  

Síðustu tvo áratugi hefur núvitundar-og samkenndarnálgun verið hennar aðaláhersla í meðferð eftir að hún kynntist frumkvöðlum núvitundar í sálfræðilegri meðferð í Oxford  þangað sem hún fór upphaflega til að nema hugræna atferlismeðferð (HAM). Hún notast einnig við aðferðir díalektískrar atferlismeðferðar  (DAM) og lagði  grunninn að uppbyggingu slíkarar meðferðar á Hvítabandi Landspítalans.  

Margrét býður  einnig upp á meðferð á  þýsku og ensku.

 

Menntun  

Margrét  lauk meistaraprófi í sálfræði við Freie Universitaet Berlin 1981. Hún hefur allan sinn starfsferil verið í stöðugri símenntun á sviði tilfinningalegra erfiðleika hjá fullorðnum.  Fyrsta þjálfun eftir meistaraprófið var í Client -Centered Therapy, meðferð byggð á kenningum Carl Rogers.  Margrét er með Post Graduate Diploma í HAM frá háskólanum í Oxford og hefur verið í læri hjá Melanie Fennell, Mark Williams og Paul Gilbert í kennsluþjálfun í núvitund og samkennd.  Auk þess hefur hún sótt kennaraþjálfun hjá Chris Germer og Kristin Neff í ,,Núvitund og samkennd í eigin garð“ (Mindful Self-Compassion). 

 

Starfsreynsla 

Margrét hefur unnið sem sálfræðingur  frá 1981 í Þýskalandi og Englandi en lengst af á geðsvið Landspítala háskólasjúkrahúsi. Um tíma starfaði  hún einnig á krabbameinsdeildum spítalans. Hún vinnur nú á Sálfræðistofunni  sf. Klapparstíg 25-27 auk þess að sinna námskeiðshaldi í núvitund og samkennd.  

Margrét hefur  kennt sálfræði á háskólastigi, verið handleiðari í HAM náminu á Íslandi og sinnt almennri handleiðslu fagfólks, nemenda og stjórnenda.  

 

margreba@centrum.is 

Margrét Bárðardóttir

bottom of page