
Viltu gefa þér nærandi sumargjöf?
Núvituð samkennd í eigin garð - 3ja daga þögult hlédrag
9. - 11. júní 2023 á Sólheimum í Grímsnesi
Það er okkur sönn ánægja að bjóða uppá þögult hlédrag í núvitaðri samkennd í eigin garð dagana 9. til 11. júní 2023.
Hlédragið er einkum hugsað fyrir þá sem hafa tekið námskeið í Núvitaðri samkennd í eigin garð (Mindful Self-Compassion; MSC), Núvitund gegn streitu (Mindfulness-Based Stress Reduction; MBSR), Núvitund gegn þunglyndi og kvíða (Mindfulness-Based Cognitive Therapy; MBCT) eða álíka námskeið og vilja dýpka núvitundar- og samkenndariðkun sína í fallegu og styðjandi umhverfi.
Að upplifa núvitund og samkennd í kyrrð með fólki sem einnig er að tengjast innri visku og hugleiða gefur okkur tækifæri á að falla dýpra innra með okkur í eigin reynsluheim og jafnvel að kynnast okkur á nýjan hátt.
Sterk upplifun af tengslum og samkennd skapast oft þegar fólk hugleiðir saman á þennan hátt.
Þöglu dagarnir fela einnig í sér samkenndamiðaðar hugleiðsluæfingar, núvitaðar hreyfingar og gönguhugleiðslur úti í náttúrunni.
Það gefst einnig tími til að vera á eigin vegum í þögn, hlusta á eigin þarfir og mæta þeim af natni, umhyggju, og hlýju, með spurninguna "hvers þarfnast ég?" að leiðarljósi.
Aðstaða
Hlédragið verður haldið í dásamlegu umhverfi á Sólheimum í Grímsnesi.
Sólheimar er sjálfbært samfélag, heimsþekkt fyrir lífræna ræktun matvæla, fjölbreytta list, notalegt andrúmsloft, mannrækt og áherslu á samspil manns og náttúru.
Falleg náttúra þar sem byggingalist fellur að umhverfi og matjurtir eru ræktaðar heimavið.
Kennarar
Anna Dóra Frostadóttir, Bryndís Jóna Jónsdóttir og Eygló Sigmundsdóttir sem allar eru hæfnisvottaðir kennarar í núvitaðri samkennd í eigin garð.
Verð
Tveggja manna herbergi með sérbaðherbergi (Veghús)
- 74.900 kr.
Eins manns herbergi með sameiginlegu baðherbergi (Brekkukot)
- 99.900 kr.
Eins manns herbergi með sérbaðherbergi (Veghús)
- 124.900 kr.
Greiða þarf 12.000.- staðfestingagjald þegar bókað er og greiða þátttökugjald að fullu 5. júní. Greiðsluupplýsingar verða sendar þegar bókað hefur verið og bókun er staðfest um leið og staðfesting á greiðslu berst.
Skráning og/eða fyrirspurnir