Heilinn, núvitund og samkennd

í eigin garð  

Höfundur námskeiðsins er Dr Rick Hanson ( PNT: Positive Neuroplasticity Traingin) kennari er Pálína Erna Ásgeirsdóttir sálfræðingur og núvitundarkennari.

Námskeiðið samanstendur af fyrirlestrum og reynslunámi. Megináhersla er á fræðslu um heilann, þróun hans og hvernig við getum haft áhrif á hann til að auka lífsgæði okkar. Þú munt læra einfaldar æfingar og öðlast skilning á því hvers vegna þær hafa áhrif á heilann þinn og almenna vellíðan í lífi þínu.

Einnig er fjallað um núvitund og samkennd en þeir sem hafa lokið þeim undirstöðunámskeiðum munu að öllu jöfnu fá meira út úr þátttöku sinni. Ekki eru þó gerðar forkröfur til þátttöku.

 

Námsefni er innifalið, handbók og allar glærur

 

Dr Rick Hanson mælir með að áhugasamir lesi bókina Hardwiring Happiness en í henni er töluvert fjallað um hluta námsefnisins

 

Fyrir hverja:

Alla sem hafa áhuga á að öðlast meiri skilning á heilanum, núvitund og samkennd og vilja auka lífsgæði sín, en hentar þó ekki þeim sem eru með áfallastreitu, sögu um geðrof, alvarlega geðsjúkdóma eða eru í neyslu.

Dagsetning: hefst föstudaginn 9. apríl og lýkur mánudaginn 17. maí. Kennslan fer fram á föstudögum og mánudögum milli kl. 17:00-18:30, samtals 12 skipti

Þátttökugjald: 65000kr

NÆSTA NÁMSKEIÐ

 

9. apríl til 17.maí, 12 skipti, 2x í viku á föstudögum og mánudögum, milli kl. 17.00-18.30. 

Leiðbeinandi: Pálína

 

© 2015 NÚVITUNDARSETRIÐ, LÁGMÚLI 5, 4. HÆÐ, 108 REYKJAVÍK

Einnig er hægt að hafa beint samband við leiðbeinendur 

  • Twitter - White Circle
  • Facebook - White Circle
  • Google+ - White Circle