top of page

Heilinn, núvitund og samkennd

í eigin garð  

Höfundur PNT (Positive Neuroplactisity Training) námskeiðsins og námsefnisins er Dr Rick Hanson, kennari: Pálína Erna Ásgeirsdóttir sálfræðingur og núvitundarkennari.

Námskeiðið samanstendur af fyrirlestrum, reynslunámi, einstaklings, para og hópavinnu. Þátttakendur öðlast m.a. meiri skilning á því hvernig heilinn virkar og hvernig við getum nýtt okkur góðar staðreyndir í daglegu lífi til að styrkja innri styrkleika (að breyta ástandi yfir í varanlega þætti) t.d. yfirvegun, hugrekki, æðruleysi ofl sem við síðan getum nýtt til að takast á við lífið. Samhliða því æfum við núvitund og samkennd í eigin garð. Þó ekki sé gerðar forkröfur til að taka þátt þá er afar gagnlegt að þátttakandi hafi grunn í núvitund og samkennd í eigin garð.

Markmið:

Að þátttakandi hafi öðlast gagnlegan skilning á því hvað hann getur gert til að bæta lífsgæði sín og tól til að vinna með það áfram.

Fyrir hverja:

Námskeiðið hentar vel fyrir þá sem vilja auka innri styrkleika, bæta lífsgæði sín eru m.a. að takast á við óöryggi, höfnun eða óánægju. Hentar ekki þeim sem eru með áfallastreituröskun, sögu um geðrof, alvarlega geðsjúkdóma eða eru í neyslu.

Námsefni er innifalið, handbók og allar glærur

 

Dr Rick Hanson mælir með að áhugasamir lesi bókina Hardwiring Happiness en í henni er töluvert fjallað um hluta námsefnisins

Fjöldi þátttakenda er takmarkaður.  Skráning á námskeiðið fram á þann hátt að þú sendir póst á palina@nuvitundarsetrid.is með upplýsingum um fullt nafn, kennitölu og gsm númer. Krafa verður stofnuð sem mun birtast í einkabanka þínum og þegar þú hefur greitt hana þá hefurðu tryggt þér þátttöku á námskeiðinu.  Allar frekari upplýsingar eru veittar annað hvort með netpósti eða síma 862-3661

Þátttökugjald: 65.000 kr.

Rick Hanson Hardviring.jpg

NÆSTA NÁMSKEIÐ

 

Frá 12. mars til 23. apríl,

á þriðjudögum og fimmtudögum

(nema á skírdag)

frá klukkan 17:30-19:00.

 

Leiðbeinandi: Pálína Erna

Skráning: palina@nuvitundarsetrid.is

 

bottom of page