Núvitund gegn verkjum (MBPM; (Mindfulness Based Pain Management)
Námskeiðið byggir á gagnreyndu námsefni og bókinni Mindfulness for Health eftir Vidyamala Burch stofnanda hinna virtu bresku núvitundarsamtakana Breathworks. Vidyamala hefur þróað þetta námskeið á síðastliðnum 15 árum og sjálf nýtt sér núvitund til að takast á við verki og auka lífsgæði sín frá því á 9. áratug síðustu aldar. Vidyamala og samtök hennar hafa hjálpað fjölda fólks út um allan heim til að lifa innihaldsríkara lífi þrátt fyrir verki, öðlast meiri sátt og auka lífsgæði sín ásamt því að þjálfað fjölda kennara til að kenna MBPM víða um heiminn.
Námsmarkmið
Námskeiðið hefur það meginmarkmið að hjálpa fólki sem býr við langvarandi verki til að auka lífsgæði sín, lifa í aukinni sátt og fá það besta út úr lífinu hverju sinni með því að tileinka sér núvitund og samkennd. Það er gert með því að þjálfa vakandi athygli og auka meðvitund um það sem er að gerast innra með okkur sem og í umhverfinu en jafnframt að tengjast líkamanum og nýta þá visku sem býr innra með hverjum og einum.
Þegar þátttakendur hafa lokið námskeiðinu geta þeir vænst þess að:
-
Hafa upplifað grundvallarbreytingu á því hvernig þeir tengja við upplifun sína af stöðu sinni og líðan.
-
Hafa lært hvernig þeir geta upplifað líkama sinn og líkamlega upplifun beint án truflunar frá hugrænum eða tilfinningalegum viðbrögðum.
-
Átta sig á flæði og síbreytilegri upplifun af allri reynslu og draga úr tilhneigingu til að tengja upplifun af verkjum eða annarri óþægilegri upplifun sem óbreytanlega og fasta.
-
Átta sig á að reynsla þeirra þarf ekki að valda einangrun. Þeir munu efla með sér tiflinningu fyrir sammannlegum þáttum þar sem öll reynsla er tækfæri til að skapa samkennd og tengsl.
Kennsluform
Áhersla er lögð á reynslunám (experiential learning) þar sem þátttakendur upplifa efnið á eigin skinni. Á námskeiðinu er fólk leitt í gegnum hugleiðsluæfingar í bland við fræðslu og umræður.
Kennslugögn
Allt námsefni er innifalið í verði; bókin Mindfulness for Health á ensku, vinnubók á íslensku og leiddar hugleiðslur.
Fyrir hverja
Alla þá sem eru að takast á við langvarandi verki og vilja ná fram meiri sátt og auka lífsgæði sín.
Tími
Námskeiðið er 8 vikna langt. Hver tími er 2 ½ klst. langur, nema fyrsti og síðasti tími eru 3 klst. Mælt er með 30 til 40 mínútna heimavinnu á hverjum degi sex daga vikunnar. Símaviðtal fer fram við alla þátttakendur áður en námskeiðið hefst.
Verð
68.000.-
25% afsláttur fyrir eldri borgara og fólk með örorku.
"The Breathworks approach to Mindfulness-Based Pain Management (MBPM) is the most comprehensive, in-depth, scientifically up-to-date and user-friendly approach to learning the how of living with chronic pain and reclaiming one’s life that I know of.....I admire Vidyamala tremendously... her approach could save your life and give it back to you."
Jon Kabat-Zinn, PhD author of Full Catastrophe Living and Coming to Our Senses Professor Emeritus of the University of Massachusetts Medical School
NÆSTA NÁMSKEIÐ
26. september - átta fimmtudagar milli kl. 13:00-15:30
(fyrsti og síðasti tíminn er milli kl. 13:00-16:00)
Leiðbeinandi: Bryndís Jóna Jónsdóttir