top of page

Að vingast við mat og líkama með núvitund (Mindful eating)

Þetta er 8 vikna námskeið ætlað fólki sem vill öðlast á ný heilbrigt og ánægjulegt samband við mat og líkama sinn með núvitundarþjálfun. Það er ýmislegt á lífsleiðinni sem getur truflað þetta samband okkar og leitt til óheilbrigðrar matarhegðunar, þyngdar- og átröskunarvanda. Ef þú ert að glíma við vanlíðan, skert lífsgæði eða starfsgetu vegna matar-, þyngdar- og/eða átröskunarvanda þá gæti þetta námskeið hentað þér.

 

Núvitund er meðfædd hæfni sem við búum öll yfir. Með núvitund beinum við athyglinni vísvitandi, á þessu augnabliki, að því sem er að gerast innra með okkur, þ.e. í líkamanum, huganum og tilfinningalífinu, og því sem er að gerast ytra með okkur; þ.e. í umhverfinu, án þess að dæma. Þegar við borðum og drekkum með núvitund þá hægjum við á okkur, notum skynfærin og hlustum á líkamann. Við veljum fæðu sem er nærandi fyrir okkur og njótum matarins. Með því að komast í heilbrigt samband við mat og líkama okkar með núvitund og samkennd, þá hlúum við að okkur, andlega og líkamlega. Þannig eigum við auðveldara með að takast á við álag daglegs lífs.

Námskeiðið er byggt á „Mindful Eating-Conscious LivingTM" námskeiðinu eftir Jan Chozen Bays og Char Wilkins. Á námskeiðinu verður m.a. farið yfir grunnatriði núvitundarþjálfunar og hvað það þýðir að nærast með núvitund (á ensku mindful eating). Farið verður yfir ólíkar hungurtegundir, löngunartilfinninguna (craving), muninn á líkamlegu hungri og tilfinningatengdu hungri og muninn á seddu og sátt. Einnig verður farið yfir atriði er snúa að mataruppeldi okkar, líkamsskynjun og líkamsvitund.

Á námskeiðinu er lögð áhersla á upplifunarnám (experiential learning). Þátttakendur eru leiddir í gegnum einfaldar æfingar og fá að upplifa hvernig það er að borða og hreyfa sig með núvitund. Kynntar verða ýmsar hugleiðsluæfingar. Einnig verður fræðsla og umræða í hverjum tíma.

Námskeiðið er í 8 vikur og hver tími er í 2 klst. Mælt er með daglegum heimaæfingum meðan á námskeiði stendur.

Námskeiðsgjald: 58.000 kr.

Skráning/fyrirspurnir hér til hliðar eða senda á netfangið: sigurlaug@nuvitundarsetrid.is.

Leiðbeinandi: Sigurlaug María Jónsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði

 

Skráning og/eða fyrirspurnir

NÆSTA NÁMSKEIÐ

 

3. nóv., í 8 skipti á þriðjudögum milli kl. 17.00-19.00

Leiðbeinandi: Silla Maja - frestað

Success! Message received.

bottom of page