top of page

Núvitund: Leitaðu inn á við 
– byggt á Google námskeiði um núvitund og tilfinningagreind

Núvitund – leitaðu inn á við er námskeið sem felur í sér kennslu á gagnreyndum aðferðum til að þjálfa núvitund og styrkja tilfinningagreind. Farið verður yfir leiðir til að þjálfa athygli, auka sjálfsþekkingu og lífsfærni og hlúa að hjálplegu hugarfari sem gagnast í einkalífi og starfi. Rannsóknir hafa sýnt fram á að núvitundarþjálfun bætir líðan einstaklinga sem skilar sér í aukinni starfsánægju, betri samskiptum og starfsemi.

 

Námskeiðið er skipulagt í samræmi við metsölubókina „Search Inside Yourself“ eftir Chade-Meng Tan en hann er einn af frumkvöðlum fyrirtækisins Google og var falið að þróa námskeið til að bæta sköpunargáfu, afköst og ánægju starfsmanna. Sökum velgengni þess hjá fyrirtækinu þá er það eitt vinsælasta námskeið í heilsu, hamingju og sköpunargáfu í Bandaríkjunum um þessar mundir. Bókin var þýdd á íslensku árið 2014.

Námsmarkmið

Markmið námskeiðsins er að þjálfa núvitund og auka tilfinningagreind, sjálfsþekkingu og samkennd. Styrkja persónulega getu og færni til að nýta til fullnustu í daglegu lífi.

 

Kennsluform

Stuðst verður einna helst við reynslunám (experiential learning) þar sem áhersla er lögð á að þátttakendur upplifi efnið á eigin skinni með hugleiðsluæfingum og öðrum verklegum æfingum. Einnig felur námskeiðið í sér fræðslu og umræða. 

 

Kennslugögn

Með námskeiðinu fylgir bókin „Núvitund – leitaðu inn á við“ eftir Chade –Meng Tan og hugleiðsludiskur.

Fyrir hverja

Námskeiðið er fyrir alla sem vilja kynna sér nálgun núvitundar til að takast á við streitu daglegs lífs og auka almenna vellíðan sem skilar sér bæði í einkalífi og starfi.

 

Tími

Námskeiðið er 8 vikna langt. Hver tími er 1 ½  klst. langur og mælt er með 20-30 mínútna heimavinnu á hverjum degi.

Verð

53.000 kr.

 

 

 

 

Skráning og/eða fyrirspurnir

NÆSTA NÁMSKEIÐ

 

Óstaðfest tímasetning fyrir næsta námskeið

Endilega fylltu út skráningarblaðið til að láta okkur vita af áhuga þínum. Um leið og nægur þátttakafjöldi næst þá verður dagsetning ákveðin í framhaldinu.

Success! Message received.

bottom of page