top of page

Núvitund og hugræn atferlismeðferð (MBCT; Mindfulness-Based Cognitive Therapy)

HÉR MÁ SJÁ UMSAGNIR FYRRI ÞÁTTTAKENDA

Núvitund og hugræn atferlismeðferð (MBCT) er námskeið sem samtvinnar aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar og núvitundar til að bæta líðan og fyrirbyggja þunglyndi. Námskeiðið hefur gagnast fólki með endurtekið þunglyndi, streitu, kulnun og kvíða.  Á námskeiðinu eru þátttakendur hvattir til að taka eftir og skoða það sem er að gerast í innra og ytra umhverfi sínu með forvitni og áhuga. Mikil áhersla er lögð á að sýna sér mildi og að hlúa vel að sér.

Námsmarkmið

Eitt meginmarkmið núvitundar og hugrænnar atferlismeðferðar er að þátttakendur átti sig á ósjálfráðum hugsanamynstrum og hegðunarmynstrum sem geta verið óhjálpleg. Með æfingunni verður auðveldara að bregðast við aðstæðum af meiri yfirvegun og ró.

SJÁ ÍTARLEGRA NÁMSKEIÐSYFIRLIT

Kennsluform

Í hverjum tíma eru gerðar núvitundaræfingar sem eru ýmist liggjandi, sitjandi eða á hreyfingu. Æfingarnar og umræður í kjölfar æfinga er veigamikill þáttur í hverjum tíma. Einnig er fræðsla um samspil hugsana og tilfinninga og aðra þætti hugrænnar atferlismeðferðar. Til að ná sem bestum árangri á námskeiðinu eru heimaæfingar lykilatriði. Heimaæfingar eru hugleiðsluæfingar og ýmis verkefni tengd hugrækt.

Kennslugögn

Með námskeiðinu fylgir íslensk vinnubók og hugleiðsluæfingar sem nálgast má á netinu.

Fyrir hverja

Núvitund og hugræn atferlismeðferð gagnast fjölbreyttum hópi fólks, m.a. þeim sem hafa fengið endurtekið þunglyndi, eru að glíma við kulnun, streitu og almennan kvíða. Eins nýtist það þeim sem vilja takast á við amstur daglegs lífs, vilja auka almenna vellíðan og læra leiðir til að bregðast við aðstæðum af meiri yfirvegun og ró.

 

Tími

Námskeiðið er í átta vikur, tveir tímar í senn. Mælt er með 40-60 mínútna heimavinnu á hverjum degi. Einnig er fólki boðið að koma á þöglan dag undir lok námskeiðsins þar sem þátttakendur eru leiddir í gegnum nokkrar hugleiðsluæfingar, hverja á eftir annarri. Þar gefst kostur á að dýpka hugleiðsluiðkun sína.

Verð

105.760 kr. (forviðtal innifalið) 

NÆSTU NÁMSKEIÐ

16th August, 8 times, Fridays between 13.00-15.00

Instructor: Herdís in English

22. ágúst, 8 skipti, fimmtudagar milli kl. 10.00-12.00

Leiðbeinandi: Sólveig Hlín

21. okt., 8 skipti, mánudagar milli kl. 10.00-12.00

Leiðbeinandi: Silla Maja

Skráning og/eða fyrirspurnir

Success! Message received.

bottom of page