Núvitund og hugræn atferlismeðferð (MBCT; Mindfulness-Based Cognitive Therapy)

Mindfulness Based Cognitive Therapy (MBCT) er ítarlega rannsökuð sálfræðimeðferð við þunglyndi og hafa rannsóknir endurtekið sýnt fram á að það helmingar líkur á endurteknu þunglyndi og er því jafn árangursríkt og lyfjameðferð. Því mælir breska heilbrigðiskerfið að einstaklingum með endurtekið þunglyndi sé boðið upp á MBCT. Niðurstöður rannsókna hafa jafnframt sýnt fram á að það gagnist einstaklingum til að takast á við aðra tilfinningalega erfiðleika eins og kvíða og streitu.

Námskeiðið var þróað af þremur virtum vísindamönnum þeim Segal, Teasdale og Williams. Það byggir að miklu leyti á MBSR sem var þróað af Jon Kabat Zinn og aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar.

 

Námsmarkmið

Á námskeiðinu læra þátttakendur leiðir til að dýpka sjálfsþekkingu sína, að skoða eigin hugsanir og tilfinningar með öðrum hætti og fá þannig fjarlægð frá þeim. Með tímanum læra þeir jafnframt að bregðast við aðstæðum af yfirvegun og ró í stað þess að bregðast ósjálfrátt við.

Kennsluform

Áhersla er lögð á reynslunám (experiential learning) þar sem þátttakendur upplifa efnið á eigin skinni í öruggu umhverfi. Á námskeiðinu er fólk leitt í gegnum hefðbundnar hugleiðsluæfingar, að skanna líkamann (body scan), sitjandi hugleiðsluæfingar (sitting meditations) og jógaæfingar (yoga). Við bætist svo fræðsla um hugarstarfsemi okkar, hvernig þunglyndi og kvíði þróast og gerð bakslagsáætlana. Einnig eru þátttakendur beðnir um að gera aðra hugarþjálfun og verkefni út frá hugrænni atferlismeðferð. 

Kennslugögn

Með námskeiðinu fylgir íslensk vinnubók og hugleiðsludiskur.

Fyrir hverja

Eins og áður hefur komið fram þá gagnast MBCT fyrir fólk með endurtekið þunglyndi. Það nýtist jafnframt einstaklingum sem vilja kynna sér nálgun núvitundar til að takast á við tilfinningalega erfiðleika eins og kvíða og streitu daglegs lífs - vilja auka almenna vellíðan og læra leiðir til að bregðast við aðstæðum af yfirvegun og ró.

Tími

Námskeiðið er 8 vikna langt og 24 kennslutímar. Hver tími er 2 klst. langur og mælt er með 40-60 mínútna heimavinnu á hverjum degi. Einnig er fólki boðið að koma á þöglan dag undir lok námskeiðsins þar sem þátttakendur eru leiddir í gegnum eina hugleiðsluæfingu á fætur annarri. Fólki gefst þar tækifæri á að „dýpka“ hugleiðsluiðkun sína.

Verð

80.150 kr. (forviðtal innifalið)

NÆSTA NÁMSKEIÐ

22. ágúst - mánudagar milli kl. 14.00-16.00

Leiðbeinendur: Guðbjörg og Eygló

26. sept. - mánudagar milli kl. 10.00-12.00

Leiðbeinandi: Sólveig Hlín og Silla Maja

 

Skráning og/eða fyrirspurnir

Success! Message received.