top of page

Núvitund gegn streitu
(MBSR. Mindfulness Based Stress Reduction)

HÉR MÁ SJÁ UMSAGNIR FYRRI ÞÁTTTAKENDA

Mindfulness-Based Stress Reducation (MBSR) er fyrsta núvitundarnámskeiðið sem var þróað á Vesturlöndum, þar sem austræn viska og vestræn vísindi fléttast saman. Árið 1979 þróaði Jon-Kabat Zinn námskeiðið fyrir sjúklinga með langvarandi veikindi, bæði líkamleg og andleg. Á námskeiðinu er fólk leitt í gegnum hugleiðsluæfingar til að auka vitund um og vinna markvisst með streitu, verki og veikindi - sem og kröfur og erfiðleika sem fylgja daglegu lífi. MBSR hefur verið mikið rannsakað síðastliðna áratugi og niðurstöður þeirra rannsókna hafa sýnt fram á að það gagnast fólki sem er að kljást við bæði líkamleg og andleg veikindi. 

Metsölubókin „Full Catastrophe Living“ eftir Jon-Kabat Zinn lýsir innihaldi MBSR. Það má segja að öll núvitundarnámskeið sem hafa verið þróuð síðan byggja á MBSR að miklu leyti.

SJÁ ÍTARLEGRA NÁMSKEIÐSYFIRLIT

 

Námsmarkmið

Markmið námskeiðsins er að þjálfa vakandi athygli og auka meðvitund um það sem er að gerast innra með fólki. Hjálpa því að tengjast líkamanum og nýta þá visku sem býr innra með þeim. Læra að bregðast við aðstæðum af yfirvegun og ró í stað þess að bregðast sjálfvirkt við. Hætta að spóla í gömlum hjólförum og læra nýjar hjálplegri leiðir.  

 

Kennsluform

Áhersla er lögð á reynslunám (experiential learning) þar sem þátttakendur upplifa efnið á eigin skinni. Á námskeiðinu er fólk leitt í gegnum hugleiðsluæfingar, að skanna líkamann (body scan), sitjandi hugleiðsluæfingar (sitting meditations) og æfingar byggðar á jóga. Hvatt er til umræðu í tímunum svo að lærdóm sé hægt að draga af „hér og nú“ reynslu og draga fram þá þætti sem við eigum sameiginlega sem manneskjur.  

 

Kennslugögn

Allt námsefni, vinnubók og leiddar hugleiðslur, er innifalið

 

Fyrir hverja

Námskeiðið er fyrir alla sem vilja kynna sér nálgun núvitundar til að takast á við streitu daglegs lífs, verki og veikindi - auka almenna vellíðan og læra leiðir til að bregðast við aðstæðum af yfirvegun og ró.

 

Tími

Námskeiðið er 8 vikna langt. Hver tími er 2 ½  klst. langur og mælt er með 40-60 mínútna heimavinnu á hverjum degi sex daga vikunnar. Þar að auki er heill iðkunardagur sem fer að mestu leyti fram í þögn. 

Verð

98.000 kr.

NÆSTA NÁMSKEIÐ

7. maí, 8 skipti, miðvikud. milli kl. 9.30-12.00

Leiðbeinandi: Anna Dóra

Námskeiðin eru í átta vikur með einum þöglum æfingatíma, oftast í kringum viku 6 og 7

Skráning og/eða fyrirspurnir

Success! Message received.

bottom of page