Þögull hugleiðsludagur
Þöglir hugleiðsludagar eru hugsaðir til að dýpka núvitundariðkunina og styðja fólk í að viðhalda þjálfuninni.
Það sem felst í þöglum hugleiðsludegi er að þátttakendur eru sjálfir í þögn á meðan leiðbeinendur leiða þá í gegnum hugleiðsluæfingar, hverja á fætur annarri. Fólk er leitt í gegnum bæði gamalkunnar æfingar og nýjar.
Boðið er upp á smá snarl (ávextir og kex) en fólk beðið um að koma með hádegismat með sér.
Dagskráin fyrir þögla daginn er eftirfarandi:
9:00-12:00 - Leiddar hugleiðsluæfingar
12:00-13:00 - Hádegismatur, þar sem þátttakendur borða nestið sitt í þögn og af núvitund
13:00-15:15 - Leiddar hugleiðsluæfingar
15-15 - 16:00 - Þögn rofin, umræða um upplifun dagsins og lok
Verð fyrir þöglan dag er 9.800 kr.
NÆSTI ÞÖGLI HUGLEIÐSLUDAGUR
Óstaðfest dagsetning
Vinsamlegast fylltu út skráningarblaðið hér að neðan til að láta okkur vita að þú hafir áhuga