Velkomin í núið - Hagnýt leiðsögn til að finna frið í hamstola heimi
HÉR MÁ SJÁ UMSAGNIR FYRRI ÞÁTTTAKENDA
Velkomin í núið - Hagnýt leiðsögn er sex vikna núvitundarnámskeið sem hentar vel fyrir þá sem hafa áhuga á að nýta sér aðferðir núvitundar til að takast á við amstur daglegs lífs. Hver tími er 1.5 klst. að lengd og fléttað er saman fræðslu og æfingum til að læra að vera betur til staðar, finna betri sátt og auka vellíðan.
Á námskeiðinu eru kenndar aðferðir úr hugrænni atferlismeðferð og þeim tvinnað saman við núvitundarþjálfun. Hugræn atferlismeðferð er þaulrannsökuð aðferð sem eykur vellíðan og dregur úr þunglyndi og kvíða. Rannsóknir sýna að núvitundarþjálfun bætir lífsgæði fólks, dregur úr streitu, kvíða og depurð. Þátttakendur læra að átta sig betur á gömlum hugsanamynstrum, staldra við og finna betur hvað þjónar þeim í líðandi stund.
Jöfn áhersla er lögð á núvitundarþjálfun í daglegu lífi (að hugleiða á meðan daglegum athöfnum er sinnt eins og að ganga frá í eldhúsi) og á formlegar núvitundaræfingar (liggjandi/sitjandi/hreyfi æfingar).
Námskeiðið fylgir metsölubókinni „Finding Peace in a Frantic World“ eftir Mark Williams og Danny Penman, þar sem sérstök áhersla er lögð á að ná tökum á streitu daglegs lífs. Núvitund (Finding Peace in a Frantic World) er eitt vinsælasta núvitundarnámskeið í Bretlandi um þessar mundir.
SJÁ ÍTARLEGRA NÁMSKEIÐSYFIRLIT
Námsmarkmið
Markmið námskeiðsins er að þjálfa núvitund, öðlast meiri hugarró og njóta betur líðandi stundar.
Kennsluform
Leiðbeinendur leiða núvitundaræfingar sem eru ýmist sitjandi liggjandi eða á hreyfingu. Lögð er áhersla á að þátttakendur upplifi sjálfir áhrif æfinganna. Á milli æfinga er fræðsla og umræða.
Kennslugögn
Með námskeiðinu fylgir hefti sem fagfólk núvitundarsetursins setti saman eða bókin „Núvitund: Hagnýt leiðsögn til að finna frið í hamstola heimi“. Æfingar má nálgast á Spotify síðu Núvitundarsetursins eða hér á forsíðunni undir „æfingar“.
Fyrir hverja
Námskeiðið er fyrir alla sem vilja kynna sér nálgun núvitundar til að auka lífsgæði í leik og starfi, takast á við streitu daglegs lífs og draga úr einkennum kvíða og þunglyndis.
Tími
Námskeiðið er 6 vikna langt. Hver tími er 1 ½ klst. að lengd og mælt er með 20-40 mínútna heimavinnu á dag á meðan á námskeiðinu stendur.
Verð: 55.000 kr.
NÆSTA NÁMSKEIÐ
22. ágúst, 8 skipti, fimmtudagar milli kl. 16.30-18.00
Leiðbeinandi: Guðbjörg
17. okt., 8 skipti, fimmtudagar milli kl. 16.30-18.00
Leiðbeinandi: Sólveig Hlín
4. nóv., 8 skipti, mánudagar milli kl. 10.30-12.00
Leiðbeinandi: Anna Dóra - fjarnámskeið
Skráning og/eða fyrirspurnir