Núvitund: Hagnýt leiðsögn til að finna frið í hamstola heimi

Núvitund er 6 vikna núvitundarnámskeið sem byggist á Mindfulness-Based Cognitive Therapy (MBCT) sem er ítarlega rannsökuð og gagnreynd meðferð fyrir endurteknu þunglyndi. Núvitund er styttri útgáfa af MBCT og er hugsað fyrir almenning til að takast á við streitu daglegs lífs.

 

Í núvitundarþjálfun er tvinnað saman aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og sálfræði austrænnar visku. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt fram á að núvitundarþjálfun hefur jákvæð áhrif á vellíðan, bætir heilsufar, dregur úr streitu, kvíða og depurð. Hún felur í sér að læra að nema staðar „hér og nú“, láta af sjálfstýringu hugans og sættast betur við það sem er.

 

Námskeiðið er skipulagt í samræmi við metsölubókina „Finding Peace in a Frantic World“ eftir Mark Williams og Danny Penman þar sem sérstök áhersla er lögð á að ná tökum á streitu daglegs lífs. Núvitund (Finding Peace in a Frantic World) er eitt útbreiddasta núvitundarnámskeið í Bretlandi um þessar mundir. Það hefur m.a. verið haldið fyrir breska þingmenn, starfsmenn í viðskipta- og heilbrigðisgeiranum og starfsmenn heilbrigðiskerfisins, NHS. Háskólarnir Oxford, Exeter og Bangor bjóða upp á þetta námskeið fyrir sína háskólanema, almenning og starfsmenn fyrirtækja.  

 

Námsmarkmið

Markmið námskeiðsins er að þjálfa núvitund, öðlast meiri hugarró og njóta betur líðandi stundar.  

 

Kennsluform

Stuðst verður einna helst við reynslunám (experiential learning) þar sem áhersla er lögð á að þátttakendur upplifi efnið á eigin skinni með hugleiðsluæfingum og annarri hugarþjálfun. Einnig verður fræðsla og umræða.  

 

Kennslugögn

Með námskeiðinu fylgir bókin „Núvitund: Hagnýt leiðsögn til að finna frið í hamstola heimi“ og hugleiðsludiskur.  

 

Fyrir hverja

Námskeiðið er fyrir alla sem vilja kynna sér nálgun núvitundar til að takast á við depurð, kvíða og streitu daglegs lífs. Auka almenna vellíðan sem skilar sér bæði í einkalífi og starfi.

 

Tími

Námskeiðið er 6 vikna langt. Hver tími er 1 ½ klst. að lengd og mælt er með 20-40 mínútna heimavinnu á hverjum degi á meðan á námskeiðinu stendur.

Verð

58.400 kr.

NÆSTU NÁMSKEIÐ

25. ágúst - fimmtudagar milli kl. 17.00-18.30

Leiðbeinandi: Guðbjörg - síðdegisnámskeið

Lok ágúst/byrjun september

Leiðbeinandi: Sólveig Hlín - fjarnámskeið

13. okt. - fimmtudagar milli kl. 17.00-18.30

Leiðbeinandi: Anna Dóra/Bryndís Jóna - síðdegisnámskeið

Skráning og/eða fyrirspurnir

Success! Message received.