top of page

Vinnustofa í Núvitund: Leitaðu inn á við – byggt á Google námskeiði um núvitund og tilfinningagreind

 

Núvitund – leitaðu inn á við er eins dags vinnustofa sem felur í sér kennslu á gagnreyndum aðferðum til að þjálfa núvitund (mindfulness) og styrkja tilfinningagreind. Farið verður yfir leiðir til að þjálfa athygli, auka sjálfsþekkingu og samskiptafærni og hlúa að hjálplegu hugarfari sem gagnast í einkalífi og starfi.

 

Vinnustofan er skipulögð í samræmi við metsölubókina „Search Inside Yourself“ eftir Chade-Meng Tan en hann er einn af frumkvöðlum fyrirtækisins Google og var falið að þróa námskeið til að bæta sköpunargáfu, afköst og ánægju starfsmanna. Sökum velgengni þess hjá fyrirtækinu þá er það ein eftirsóttasta vinnustofan í heilsu, hamingju, leiðtogahæfni og sköpunargáfu í Bandaríkjunum um þessar mundir.

Námsmarkmið

Markmið vinnustofunnar er að þjálfa núvitund og auka tilfinningagreind, sjálfsþekkingu og samkennd. Styrkja persónulega getu og færni til að nýta til fullnustu í einkalífi og starfi.

Kennsluform

Stuðst verður einna helst við reynslunám (experiential learning) þar sem áhersla er lögð á að þátttakendur upplifi efnið á eigin skinni með hugleiðsluæfingum og annarri hugarþjálfun. Einnig verður fræðsla og umræða. 

 

Kennslugögn

Með vinnustofunni fylgir lesefni og hljóðskrá með æfingum.

Fyrir hverja

Vinnustofan er fyrir alla sem vilja kynna sér nálgun núvitundar til að takast á við streitu daglegs lífs og auka almenna vellíðan sem skilar sér bæði í einkalífi og starfi.

Tími

Vinnustofan stendur yfir í einn dag milli kl. 9:00-15:00. Mælt er með að þátttakendur taki frá 20-40 mínútur á dag til að gera núvitundaræfingar eftir að vinnustofu lýkur.

Verð

36.100 kr.

 

 

 

 

Skráning og/eða fyrirspurnir

NÆSTA VINNUSTOFA

 

30. júní, fimmtudagur milli kl. 9.00-15.00

Success! Message received.

bottom of page