top of page

ACT (Acceptance and Commitment Therapy)
- aukin vellíðan og æðruleysi

Um er að ræða 8 vikna námskeið sem byggir á aðferðum Acceptance and Commitment Therapy (ACT) sem var þróað af Steven Hayes. Námskeiðið er þróað sem færniþjálfun til að mæta lífsins verkefnum af auknu æðruleysi, dýpri lífsskilningi og sjálfsmildi.

Það á erindi til allra sem vilja læra leiðir til að gangast við lífinu eins og það er, greina á milli þess sem það hefur stjórn á og ekki.

Læra leiðir til að:

- auka skilning á hvernig hugurinn virkar

- draga úr mætti erfiðra hugsana og tilfinninga 

- lifa meira í núinu

- bera kennsl á lífsgildi sem raunverulega skipta máli

- gefa öllum athöfnum daglegs lífs aukna merkingu og tilgang

- setja sér raunhæf markmið varðandi breytingar í lífinu

- hvetja sig áfram með sjálfsmildi í stað sjálfsgagnrýni

- hlúa að tengslum við sig og aðra

- umbreyta erfiðleikum í lærdóm

- efla sjálfvitund

- auka lífsfyllingu

- gera það besta úr því sem lífið býður upp á.

 

Í stuttu máli að læra leiðir til að lifa innihaldsríkara og merkingabærara lífi.

SJÁ ÍTARLEGRA NÁMSKEIÐSYFIRLIT 

Tími

Námskeiðið er 8 vikna langt. Hver tími er 2 klst. að lengd og mælt er með 20-40 mínútna heimavinnu á hverjum degi á meðan á námskeiðinu stendur.

Staðsetning

Námskeiðið er haldið á Núvitundarsetrinu, Borgartúni 20, 3. hæð

Verð

93.000 kr.

hamingjugildran.webp

NÆSTU NÁMSKEIÐ

8. apríl, í 8 skipti á mánudögum milli kl. 10-12

Leiðbeinandi: Silla Maja

23. apríl, í 8 skipti á þriðjudögum milli kl. 13-15

Leiðbeinandi: Anna Dóra 

19. ágúst, í 8 skipti á mánudögum milli kl. 10-12

Leiðbeinandi: Silla Maja

26. ágúst, í 8 skipti á mánudögum milli kl. 10-12

Leiðbeinandi: Anna Dóra/Silla Maja - fjarnámskeið

18. sept., í 8 skipti á miðvikudögum milli kl. 10-12

Leiðbeinandi: Bryndís Jóna

29. október, í 8 skipti á þriðjudögum milli kl. 13-15

Leiðbeinandi: Anna Dóra

Skráning og/eða fyrirspurnir

Það tókst! Skilaboðin hafa verið send

bottom of page