
Sjálfstyrkingarnámskeið
- HAM og samkennd
Um er að ræða 6 vikna sjálfstyrkingarnámskeið sem byggir á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) og samkenndar. Námskeiðið er ætlað einstaklingum með lágt sjálfsmat sem hindrar þá í framgangi í einkalífi, námi og/eða starfi. Það hentar jafnframt einstaklingum sem hafa lokið grunnnámskeiði í núvitund og vilja dýpka samkenndariðkun sína. Á námskeiðinu verða kenndar aðferðir til að rjúfa vítahring lágs sjálfsmats með því að vinna með óhjálplegar hugsanir (sjálfsgagnrýni og neikvætt sjálfstal), óhjálplega hegðun (frestun, forðun, ofurábyrgð, fórnfýsi og fullkomnunaráráttu). Jafnframt verða kenndar aðferðir samkenndar með hugarþjálfun og öðrum æfingum til að læra að gangast við sjálfum sér af aukinni samkennd, mildi og hlýju. Við munum skoða gagnlegar leiðir til að:
-
Auka sjálfsþekkingu
-
Styrkja sjálfsmyndina
-
Styrkja sjálfstyrka hegðun
-
Auka samskiptafærni og leiðir til að standa með sér
-
Auka samkennd og leiðir til að hlúa að sér
Tími
Sjálfstyrkingarnámskeiðið hefst 15. febrúar, fer fram á fimmtudögum milli kl. 10:00-12:00 og stendur yfir í 6 vikur.
Staðsetning
Það verður haldið á Núvitundarsetrinu, Lágmúla 5, 4. hæð
Verð
45.000 kr.


NÆSTA NÁMSKEIÐ
31. október - fimmtudagar milli kl. 10:00-12:00
Leiðbeinandi: Anna Dóra - fullbókað
15. febrúar - fimmtudagar milli kl. 10:30-12:30
Leiðbeinandi: Anna Dóra
Skráning og/eða fyrirspurnir