top of page

Núvitundarnámskeið fyrir skóla

Námskeiðið sjálft er átta vikna núvitundarnámskeið sem byggist á Mindfulness-Based Cognitive Therapy (MBCT) sem er ítarlega rannsökuð og gagnreynd meðferð fyrir endurteknu þunglyndi. Velkomin í núið er styttri útgáfa af MBCT og er hugsað fyrir almenning til að takast á við streitu daglegs lífs. Að auki er boðið uppá þriggja stunda kyrrláta morgunstund og tvo klukkutíma fundi þar sem fjallað er um núvitund í skólastarfi.

 

Í núvitundarþjálfun er tvinnað saman aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og sálfræði austrænnar visku. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt fram á að núvitundarþjálfun hefur jákvæð áhrif á vellíðan, bætir heilsufar, dregur úr streitu, kvíða og depurð. Hún felur í sér að læra að nema staðar „hér og nú“, láta af sjálfstýringu hugans og sættast betur við það sem er. Þá hafa rannsóknir sýnt fram á fjöldþættan ávinning af innleiðingu núvitundar í skólastarf, bæði fyrir nemendur og starfsfólk. Má þar nefna bætta athygli og frammistöðu í námi, aukna félagsfærni og sjálfstraust, minni kvíða og betri líðan.

 

Námskeiðið er skipulagt í samræmi við metsölu-bókina „Finding Peace in a Frantic World“ eftir Mark Williams og Danny Penman þar sem sérstök áhersla er lögð á að ná tökum á streitu daglegs lífs. Velkomin í núið (Finding Peace in a Frantic World) er eitt útbreiddasta núvitundarnámskeið í Bretlandi um þessar mundir. Það hefur m.a. verið haldið fyrir breska þingmenn, starfsmenn í viðskipta- og heilbrigðisgeiranum og starfsmenn heilbrigðiskerfisins, NHS. Háskólarnir Oxford, Exeter og Bangor bjóða upp á þetta námskeið fyrir sína háskólanema, almenning og starfsmenn fyrirtækja. 

 

Námsmarkmið

Markmið námskeiðsins er að þjálfa núvitund, skapa meiri hugarró og njóta betur líðandi stundar.  

 

Kennsluform

Aðalega er byggt á reynslunámi (experiential learning) þar sem áhersla er lögð á að þátttakendur upplifi efnið á eigin skinni með hugleiðsluæfingum og annarri hugarþjálfun. Einnig er fræðsla og umræður.

 

Kennslugögn

Með námskeiðinu fylgir verkefnabók sem byggir á „Finding Peace in a Frantic World“ og hugleiðsludiskur.

 

Fyrir hverja

Námskeiðið er hugsað fyrir starfsfólk skóla. Markmið þeirra getur verið að kynna sér nálgun núvitundar til að takast á við depurð, kvíða og streitu daglegs lífs ásamt því að auka almenna vellíðan og/eða byggja grunn til að innleiða núvitund í skólastarf.

Tími

Grunnnámskeiðið er átta vikna langt. Hver tími er 1 ½ klst. að lengd og mælt er með 20-40 mínútna heimavinnu á hverjum degi á meðan á námskeiðinu stendur. Auk þess er boðið uppá þriggja stunda kyrrláta morgunstund og tvo klst. langa fundi um núvitund í skólastarfi. Samtals 17 klukkustundir.

Verð

53.000 kr.

NÆSTU NÁMSKEIÐ

 

Ekkert námskeið er fyrirhugað á næstunni. Hins vegar

er hægt að hafa samband hér að neðan og óska

eftir að þetta námskeið sé haldið fyrir starfsmanna-

hópa í skólum

Skráning og/eða fyrirspurnir

Success! Message received.

bottom of page