
Velkomin í núið
Við bjóðum upp á vandaða þjónustu byggða á núvitund og samkennd.
Við leggjum okkur fram um að mæta hverri manneskju þar sem hún er stödd út frá þeim aðferðum sem vísindin hafa sýnt að virka vel.
Boðið er upp á opnar hugleiðslustundir alla fimmtudaga milli kl 12.20 til 12.40.
Leiðbeinendur Núvitundarsetursins skiptast á að leiða núvitundar- og samkenndarhugleiðslur. Allir eru velkomnir í salinn okkar eða á zoom. Vefslóðina á zoom fundinn má finna á feisbókarsíðu Núvitundarsetursins.

Núvitundarsetrið eru samtök fagaðila sem hafa sérhæft sig í nálgun núvitundar og samkenndar.
Boðið er upp á gagnreynd námskeið og þjálfun í núvitund og samkennd fyrir fólk á öllum aldri. Úrval námskeiða á staðnum en jafnframt er boðið upp á námskeið, vinnustofur og fyrirlestra inn í fyrirtæki og stofnanir sé þess óskað.
Við höfum djúpa sannfæringu um að núvitund og samkennd eigi erindi inn í alla mannlega tilveru. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt að núvitundar- og samkenndarþjálfun hefur jákvæð áhrif á almenna vellíðan og lífsgæði.