Núvitund og samkennd í eigin garð 

(Mindful Self Compassion MSC)

Núvitund og samkennd í eigin garð er alþjóðlegt 8 vikna námskeið byggt á gagnreyndum aðferðum. Höfundar eru Dr. Kristin Neff og Dr. Christopher Germer. Námskeiðið kennir grunn aðferðir og æfingar í að mæta erfiðum augnablikum lífsins með mildi, umhyggju og skilning.

 

Áhersla er lögð á þrjá lykilþætti; Núvitund, sameiginlega mennsku og góðvild í eigin garð. Núvitund hjálpar okkur að vera meðvituð um líðandi stund, það auðveldar okkur að mæta því sem að höndum ber. Sameiginleg mennska hjálpar okkur að sjá hve mjög við tengjumst hvort öðru, við erum ekki ein. Góðvild í eigin garð hjálpar okkur að mæta erfiðleikum og gera það sem við þurfum raunverulega á að halda. Saman geta þessir þrír þættir gert okkur sterk á erfiðum stundum.

 

Allir geta lært að sýna sjálfum sér samkennd og mildi, bæði þeir sem hafa ekki fengið næga hlýju og umönnun í æsku og einnig þeir sem finna fyrir óþægindum, þegar þeir standa með sjálfum sér. Samkennd í eigin garð er hugrökk afstaða, hún bregst við þeim skaða sem við völdum óviljandi sjálfum okkur með neikvæðri innri gagnrýni, með því að einangra okkur, eða með því að festast í sjálfum okkur.  Samkennd í eigin garð veitir tilfinningalegan styrk og þol. Hún hjálpar okkur að viðurkenna eigin galla, hvetja okkur áfram með vinsemd, fyrirgefa sjálfum okkur þegar þörf er á, tengjast öðrum af heilum hug og vera meira við sjálf.

 

Sífellt fleiri rannsóknir sýna sterk tengsl á milli samkenndar í eigin garð og andlegt jafnvægi, minni kvíða, þunglyndi og streitu ásamt því að efla heilbrigðar lífsvenjur og styrkja tengsl okkar við aðra. Þar að auki er þetta auðveldara heldur en við höldum. 

Eftir þátttöku á þessu námskeiði munt þú geta:

- Iðkað núvitund og samkennd í eigin garð í daglegu lífi.

- Skilið vísindin á bak við samkennd í eigin garð

- Hvatt þig áfram með góðvild í stað gagnrýni. 

- Höndlað erfiðar tilfinningar á auðveldari máta. 

- Umbreytt erfiðum tengslum bæði gömlum og nýjum.

- Tekist á við kulnun

- Notið lífsins betur og notið samveru við sjálfa/n þig betur.

Við hverju má búast

Námskeiðið inniheldur hugleiðslur, stutta fræðslu, æfingar, umræður og heimaæfingar. Markmiðið er að þátttakendur upplifi samkennd í eigin garð og geti nýtt hana í daglegu lífi. Þetta er námskeið sem byggir upp tilfinningalegan styrk, fremur en að taka á gömlum sárum. Breytingarnar gerast eftir því sem við þroskum með okkur getuna við mæta okkur sjálfum með mildi og á vingjarnlegri máta.

MSC inniheldur 8 vikulegar kennslustundir hver um sig er 3 tímar að lengd, til viðbótar er fjögurra klukkustundar langt hlédrag. Fyrir hvern tíma ættu þátttakendur að æfa núvitund og samkennd í eigin garð í amk 30 mínútur daglega.

 

Það er mælt með því að þátttakendur lesi eftirfarandi bækur fyrir eða á meðan á námskeiðinu stendur:

 

- The Mindful Self-Compassion Workbook: A Proven Way to Accept Yourself, Build Inner Strenght and Thrive, by Kristin Neff & Christopher Germer

- Self-Compassion: The Proven Power of Being Kind to Yourself,   by Kristin Neff

- The Mindful Path to Self-Compassion, by Christopher Germer

 

Verð: 75.500

NÆSTU NÁMSKEIÐ

21. jan., í 8 skipti á þriðjudögum milli kl. 17.00-20.00 undir leiðsögn Önnu Dóru og Eyglóar FULLBÓKAÐ

6. feb., í 8 skipti á fimmtudögum milli kl. 9.00-12.00  undir leiðsögn Herdísar og Pálínar

18. feb., í 8 skipti á þriðjudögum milli kl. 9.00-12.00 undir leiðsögn Önnu Dóru og Bryndísar Jónu

4. mars, í 8 skipti á miðvikudögum milli kl. 13.00-16.00

undir leiðsögn Margrétar Bárðar

14. apríl, í 8 skipti á þriðjudögum milli kl. 9.00-12.00 undir leiðsögn Önnu Dóru og Bryndísar Jónu

14. apríl, í 8 skipti á þriðjudögum milli kl. 13.00-16.00 undir leiðsögn Guðbjargar og Herdísar

1/2 þögull æfingadagur innifalinn.

Skráning og/eða fyrirspurnir

© 2015 NÚVITUNDARSETRIÐ, LÁGMÚLI 5, 4. HÆÐ, 108 REYKJAVÍK

Einnig er hægt að hafa beint samband við leiðbeinendur 

  • Twitter - White Circle
  • Facebook - White Circle
  • Google+ - White Circle