Samkenndarmiðuð meðferð
(Compassion Focused Therapy)
Compassion Focused therapy (CFT) er samkenndarmiðuð meðferð. Kenningarnar eru fengnar frá Dr. Paul Gilbert sem er prófessor við háskólann í Derby á Englandi. Námsefnið spannar yfir breitt svið, það tengir saman hvernig mannkynið hefur þróast í gegnum árþúsundir við nýja taugasálfræðilega þekkingu og skilning á hvernig heilinn vinnur. Við bætist svo sálfræðileg þekking á áhrifum umhverfis og uppeldis, gamlar og nýjar hugleiðsluæfingar og skilningur á hvernig allt þetta mótar hugarfar okkar.
Meðal áhersluatriða er:
-
Skilningur á því að það sem við sitjum uppi með, er ekki okkar sök, en það er á okkar ábyrgð.
-
Skilningur á samkennd og mikilvægi samkenndar
-
Skilningur á að við getum þjálfað heilann og hvernig við getum gert það
Námsmarkmið
Að auka skilning okkar á eigin huga og á því hvernig hann starfar, ásamt því að öðlast þekkingu svo við getum eflt innri samkennd og innri ró. Auka samkennd bæði gagnvart okkur sjálfum og gagnvart þeim sem eru í kringum okkur. Að læra að sýna sjálfum sér umburðalyndi og skilning í stað þess að gagnrýna sig og draga sig niður, sérstaklega á þeim stundum lífs okkar þegar lífið er erfitt.
Kennsluform
Áhersla er lögð á reynslunám (experiential learning) þar sem þátttakendur upplifa efnið á eigin skinni í öruggu umhverfi. Á námskeiðinu er fólk leitt í gegnum hefðbundnar hugleiðslu- og samkenndaræfingar auk fræðslu og umræðna.
Kennslugögn
Með námskeiðinu fylgir vinnubókin „Samkennd“ eftir Paul Gilbert sem var þýdd af Margréti Arnljótsdóttur, sálfræðingi og hljóðskrá með hugleiðsluæfingum.
Fyrir hverja
Námskeiðið er fyrir alla sem vilja kynna sér þessa nálgun. Þetta er gott framhald fyrir þá sem hafa nú þegar lokið 8 vikna núvitundarnámskeiði og vilja dýpka skilning sinn enn frekar.
Þessi meðferðarleið getur líka nýst hópum sem hafa átt við langvarandi tilfinningalega erfiðleika að stríða og er gjarnan nýtt sem hluti af annarri meðferð.
Tími
Námskeiðið er 8 vikna langt. Hver tími er 2 klst. langur og mælt er með daglegri heimavinnu.
Verð
80.250 kr.

NÆSTU NÁMSKEIÐ
17. apríl, í 8 skipti, á mánudögum milli kl. 13-15
Leiðbeinendur: Anna Dóra og Eygló - FULLBÓKAÐ
31. ágúst, í 8 skipti, á fimmtudögum milli kl. 10-12
Leiðbeinendur: Eygló og Herdís
26. október, í 8 skipti, á fimmtudögum milli kl. 13-15
Leiðbeinendur: Anna Dóra og Margrét Arnljótsd.
Skráning og/eða fyrirspurnir